Maðurinn með „fullkomna andlitið“ varð fyrir líkamsárás

Jimmy Featherstone hefur eytt milljónum í andlitslýtaaðgerðir
Jimmy Featherstone hefur eytt milljónum í andlitslýtaaðgerðir Skjáskot/Youtube

Maður sem þykir nauðalíkur Ken, fyrrverandi eiginmanni Barbie, fékk að kenna á því fyrir það eitt að vera með „fullkomið andlit“ í Bretlandi. Jimmy Featherstone var staddur ásamt vinum sínum á bar í fiskiþorpinu Hull í Bretlandi á dögunum þegar hörundsárir fautar réðust á hann og brutu eitt dýrasta andlit Bretlandseyja.

Hinn 22 ára Jimmy Featherstone hefur hins vegar ekki alltaf verið líkur Ken. Featherstone er nefnilega mikill aðdáandi lýtaaðgerða og aðdáun hans á Ken hefur varla farið framhjá neinum þorpsbúa í fiskibænum Hull. Í dag er hann með brotið nef og orðinn líkari Hulk en Ken.

Jimmy Featherstone með brotið nef
Jimmy Featherstone með brotið nef Skjáskot/Facebook

Featherstone, sem eyðir að jafnaði 1,5 milljónum á ári í lýtaaðgerðir, fór á barinn með vinum sínum til að fagna því að hann kæmi fram í sjónvarpsþáttunum Hooked on the Look á næstunni. Nú segir hann að það muni ekki ganga því fautarnir eyðilögðu „fullkomna andlitið mitt“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Beittu færni þinni til þess að skipuleggja þig. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Beittu færni þinni til þess að skipuleggja þig. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes