Tönn í tannhjóli

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir í Kötlu.
Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir í Kötlu. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Davíð Már Stef­áns­son, einn hand­rits­höf­unda sjón­varpsþátt­anna Kötlu og Ófærðar 3, seg­ist afar þakk­lát­ur þeim Sig­ur­jóni Kjart­ans­syni og Baltas­ar Kor­máki hjá Rvk. studi­os, sem fram­leiðir þátt­araðirn­ar, fyr­ir að hafa gefið sér tæki­færi, ný­út­skrifuðum úr MFA-námi í kvik­mynda­gerð við Col­umb­ia með áherslu á hand­rits­skrif fyr­ir sjón­varpsþætti. Rætt er við Davíð í nýj­asta þætti kvik­mynda­hlaðvarps­ins BÍÓ sem að þessu sinni er ekki bíó held­ur sjón­varp og því í raun sjón­varpsþátta­hlaðvarp.

Davíð Már Stefánsson handritshöfundur.
Davíð Már Stef­áns­son hand­rits­höf­und­ur. Ljós­mynd/​Húrra Reykja­vík

Davíð seg­ir að hann hafi fyrst og fremst langað að skrifa hand­rit þegar hann hélt út til náms en hafi þurft að spreyta sig á ýmsu öðru, m.a. að taka upp stutt­mynd og fram­leiða. Hann hef­ur fundið sig í hand­rita­skrif­um fyr­ir sjón­varpsþætti og komst árið 2017 á samn­ing hjá The Televisi­on Aca­demy sem sér meðal ann­ars um Emmy-verðlaun­in. Var hann val­inn úr hópi nem­enda og starfaði fyr­ir Joseph­son Entertain­ment, fyr­ir­tæki Barrys Joseph­sons sem hef­ur fram­leitt marg­ar kvik­mynd­ir og sjón­varpsþætti í vandaðri kant­in­um. „Þá fékk ég leyfi frá Col­umb­ia til að fara til LA og búa þar í hálft ár,“ seg­ir Davíð sem dvaldi í hálft ár í borg engl­anna og seg­ir hann dvöl­ina hafa verið lær­dóms­ríka. Starf hans fólst í að fara yfir „pitch“-skjöl, skáld­sög­ur og hand­rit og koma með at­huga­semd­ir og ráðlegg­ing­ar um hvernig mætti út­færa viðkom­andi efni sem sjón­varps­efni eða kvik­mynd­ir, auk þess að sitja fundi þar sem efnið var kynnt.

Katla kom þannig til að Davíð hafði fundað nokkr­um sinn­um með Sig­ur­jóni Kjart­ans­syni sem bað hann að senda sér hand­rit sem hann hefði skrifað. Leist Sig­ur­jóni vel á skrif­in og bauð Davíð að taka þátt í skrif­um hand­rits­ins að Kötlu með þeim Lilju Sig­urðardótt­ur rit­höf­undi. Hef­ur þáttaröðin notið mik­illa vin­sælda á Net­flix frá því hún varð aðgengi­leg 17. júní og kom­ist of­ar­lega á lista yfir tíu vin­sæl­ustu þátt­araðirn­ar á Net­flix á heimsvísu. „Það er gam­an þegar geng­ur vel,“ seg­ir Davíð um vin­sæld­ir þátt­anna og bæt­ir við hóg­vær að hann sé á end­an­um bara tönn í tann­hjóli. „Þetta var rosa­lega fal­legt, ríkt og gef­andi sam­starf,“ seg­ir hann um hand­rits­skrif­in.

Sam­talið í heild má heyra í hlaðvarpsþætt­in­um hér fyr­ir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þér lætur vel að leiða aðra í starfi. Snöggt námskeið gæti hjálpað þér við að tileinka þér nýja færni sem sparar þér tíma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Lotta Lux­en­burg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þér lætur vel að leiða aðra í starfi. Snöggt námskeið gæti hjálpað þér við að tileinka þér nýja færni sem sparar þér tíma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Lotta Lux­en­burg