Tönn í tannhjóli

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir í Kötlu.
Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir í Kötlu. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Davíð Már Stefánsson, einn handritshöfunda sjónvarpsþáttanna Kötlu og Ófærðar 3, segist afar þakklátur þeim Sigurjóni Kjartanssyni og Baltasar Kormáki hjá Rvk. studios, sem framleiðir þáttaraðirnar, fyrir að hafa gefið sér tækifæri, nýútskrifuðum úr MFA-námi í kvikmyndagerð við Columbia með áherslu á handritsskrif fyrir sjónvarpsþætti. Rætt er við Davíð í nýjasta þætti kvikmyndahlaðvarpsins BÍÓ sem að þessu sinni er ekki bíó heldur sjónvarp og því í raun sjónvarpsþáttahlaðvarp.

Davíð Már Stefánsson handritshöfundur.
Davíð Már Stefánsson handritshöfundur. Ljósmynd/Húrra Reykjavík

Davíð segir að hann hafi fyrst og fremst langað að skrifa handrit þegar hann hélt út til náms en hafi þurft að spreyta sig á ýmsu öðru, m.a. að taka upp stuttmynd og framleiða. Hann hefur fundið sig í handritaskrifum fyrir sjónvarpsþætti og komst árið 2017 á samning hjá The Television Academy sem sér meðal annars um Emmy-verðlaunin. Var hann valinn úr hópi nemenda og starfaði fyrir Josephson Entertainment, fyrirtæki Barrys Josephsons sem hefur framleitt margar kvikmyndir og sjónvarpsþætti í vandaðri kantinum. „Þá fékk ég leyfi frá Columbia til að fara til LA og búa þar í hálft ár,“ segir Davíð sem dvaldi í hálft ár í borg englanna og segir hann dvölina hafa verið lærdómsríka. Starf hans fólst í að fara yfir „pitch“-skjöl, skáldsögur og handrit og koma með athugasemdir og ráðleggingar um hvernig mætti útfæra viðkomandi efni sem sjónvarpsefni eða kvikmyndir, auk þess að sitja fundi þar sem efnið var kynnt.

Katla kom þannig til að Davíð hafði fundað nokkrum sinnum með Sigurjóni Kjartanssyni sem bað hann að senda sér handrit sem hann hefði skrifað. Leist Sigurjóni vel á skrifin og bauð Davíð að taka þátt í skrifum handritsins að Kötlu með þeim Lilju Sigurðardóttur rithöfundi. Hefur þáttaröðin notið mikilla vinsælda á Netflix frá því hún varð aðgengileg 17. júní og komist ofarlega á lista yfir tíu vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix á heimsvísu. „Það er gaman þegar gengur vel,“ segir Davíð um vinsældir þáttanna og bætir við hógvær að hann sé á endanum bara tönn í tannhjóli. „Þetta var rosalega fallegt, ríkt og gefandi samstarf,“ segir hann um handritsskrifin.

Samtalið í heild má heyra í hlaðvarpsþættinum hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir