Tönn í tannhjóli

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir í Kötlu.
Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir í Kötlu. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Davíð Már Stef­áns­son, einn hand­rits­höf­unda sjón­varpsþátt­anna Kötlu og Ófærðar 3, seg­ist afar þakk­lát­ur þeim Sig­ur­jóni Kjart­ans­syni og Baltas­ar Kor­máki hjá Rvk. studi­os, sem fram­leiðir þátt­araðirn­ar, fyr­ir að hafa gefið sér tæki­færi, ný­út­skrifuðum úr MFA-námi í kvik­mynda­gerð við Col­umb­ia með áherslu á hand­rits­skrif fyr­ir sjón­varpsþætti. Rætt er við Davíð í nýj­asta þætti kvik­mynda­hlaðvarps­ins BÍÓ sem að þessu sinni er ekki bíó held­ur sjón­varp og því í raun sjón­varpsþátta­hlaðvarp.

Davíð Már Stefánsson handritshöfundur.
Davíð Már Stef­áns­son hand­rits­höf­und­ur. Ljós­mynd/​Húrra Reykja­vík

Davíð seg­ir að hann hafi fyrst og fremst langað að skrifa hand­rit þegar hann hélt út til náms en hafi þurft að spreyta sig á ýmsu öðru, m.a. að taka upp stutt­mynd og fram­leiða. Hann hef­ur fundið sig í hand­rita­skrif­um fyr­ir sjón­varpsþætti og komst árið 2017 á samn­ing hjá The Televisi­on Aca­demy sem sér meðal ann­ars um Emmy-verðlaun­in. Var hann val­inn úr hópi nem­enda og starfaði fyr­ir Joseph­son Entertain­ment, fyr­ir­tæki Barrys Joseph­sons sem hef­ur fram­leitt marg­ar kvik­mynd­ir og sjón­varpsþætti í vandaðri kant­in­um. „Þá fékk ég leyfi frá Col­umb­ia til að fara til LA og búa þar í hálft ár,“ seg­ir Davíð sem dvaldi í hálft ár í borg engl­anna og seg­ir hann dvöl­ina hafa verið lær­dóms­ríka. Starf hans fólst í að fara yfir „pitch“-skjöl, skáld­sög­ur og hand­rit og koma með at­huga­semd­ir og ráðlegg­ing­ar um hvernig mætti út­færa viðkom­andi efni sem sjón­varps­efni eða kvik­mynd­ir, auk þess að sitja fundi þar sem efnið var kynnt.

Katla kom þannig til að Davíð hafði fundað nokkr­um sinn­um með Sig­ur­jóni Kjart­ans­syni sem bað hann að senda sér hand­rit sem hann hefði skrifað. Leist Sig­ur­jóni vel á skrif­in og bauð Davíð að taka þátt í skrif­um hand­rits­ins að Kötlu með þeim Lilju Sig­urðardótt­ur rit­höf­undi. Hef­ur þáttaröðin notið mik­illa vin­sælda á Net­flix frá því hún varð aðgengi­leg 17. júní og kom­ist of­ar­lega á lista yfir tíu vin­sæl­ustu þátt­araðirn­ar á Net­flix á heimsvísu. „Það er gam­an þegar geng­ur vel,“ seg­ir Davíð um vin­sæld­ir þátt­anna og bæt­ir við hóg­vær að hann sé á end­an­um bara tönn í tann­hjóli. „Þetta var rosa­lega fal­legt, ríkt og gef­andi sam­starf,“ seg­ir hann um hand­rits­skrif­in.

Sam­talið í heild má heyra í hlaðvarpsþætt­in­um hér fyr­ir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Einhver samskiptavandi ríkir milli þín og vinnufélaga þíns. Nú er rétti tíminn til að ganga að samningaborði. Hver sem stefnan er, fylgdu henni alltaf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Einhver samskiptavandi ríkir milli þín og vinnufélaga þíns. Nú er rétti tíminn til að ganga að samningaborði. Hver sem stefnan er, fylgdu henni alltaf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar