Tvífari Jennifer Aniston slær í gegn

Lisa Tranel og Jennifer Aniston eru líkar.
Lisa Tranel og Jennifer Aniston eru líkar. Samsett mynd

Samfélagsmiðlastjarnan Lisa Tranel hefur slegið í gegn með Tiktok-myndböndum sínum undanfarið þar sem hún hermir eftir leikkonunni Jennifer Aniston. 

Í nýlegu myndbandi fer Tranel með nokkrar línur Rachel Green, persónu Aniston úr Friends. Myndbandið fer nú um Internetið sem eldur í sinu. „Ég hélt raunverulega að þetta væri Jennifer Aniston, vá,“ skrifaði einn. „Þú lítur meira út eins og Rachel heldur en Rachel sjálf,“ skrifaði annar. 

Aniston sjálf hefur ekki tjáð sig um þennan tvífara sem hefur sprungið út á Internetinu. 

Tranel sjálf er hissa á viðbrögðunum sem hún hefur fengið. Á Instagram furðaði hún sig yfir hinni nýfundnu frægð sinni. „Þetta byrjaði sem grín og sprakk svo út,“ sagði Tranel. 

„Við skulum samt halda því til haga að mér finnst ég ekki lík Jennifer Aniston og ekki fjölskyldunni minni heldur.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að taka smá tíma frá til að gera við hluti heima fyrir. Auðvitað er það ekki sérstaklega gaman, en einhver verður að taka það að sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
2
Jill Mansell
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Colleen Hoover
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að taka smá tíma frá til að gera við hluti heima fyrir. Auðvitað er það ekki sérstaklega gaman, en einhver verður að taka það að sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
2
Jill Mansell
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Colleen Hoover