Pam hefði ekki gifst Joey

Jenna Fischer og Matt LeBlanc áttu að leika á móti …
Jenna Fischer og Matt LeBlanc áttu að leika á móti hvort öðru. Samsett mynd

Office-leikkonan Jenna Fischer átti að leika á móti Friends-leikaranum Matt LeBlanc í grínþáttunum Man With a Plan. Eftir prufuþáttinn missti hún hlutverkið og ekki vegna þess að hún var ekki nógu góð leikkona. Ástæðan var hlutverk hennar í bandarísku Office-þáttunum. 

Svo fór að leikkonan Liza Snyder fékk hlutverkið sem Fischer átti að leika. Fischer greindi frá ástæðu þess að önnur leikkona var fengin í hlutverkið í hlaðvarpsþættinum Office Ladies að því er fram kemur á vef Deadline. Fischer stýrir hlaðvarpsþættinum ásamt leikkonunni Angelu Kinsey sem lék með henni í Office. 

Fischer segist hafa misst hlutverkið vegna þess að svokallaðir prufuáhorfendur sem horfðu á þáttinn trúðu ekki að Pam úr Office hefði gifst Joey úr Vinum, sem Matt LeBlanc lék lengi vel. „Ég trúi því ekki að Pam hefði gifst Joey. Straumarnir á milli þeirra virka ekki,“ sögðu áhorfendurnir, sem voru fastir í gömlum sjónvarpsþáttum. 

„Svo það virkaði ekki fyrir þá að þau giftu sig og eignuðust fjölskyldu,“ sagði Fischer. Fischer fékk fréttirnar rétt áður en hún átti að fara til New York að vinna við þættina. Hún hélt í fyrstu að hætt hefði verið við þættina. Fréttirnar voru verri. Þeir sögðu henni upp og fengu aðra leikkonu í hennar stað. Þættirnir voru sýndir í Bandaríkjunum á árunum 2016 til 2020. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka