Aniston og Schwimmer sögð vera að hittast

Jennifer Aniston og David Schwimmer eru sögð vera að hittast.
Jennifer Aniston og David Schwimmer eru sögð vera að hittast. Samsett mynd

Leikararnir Jennifer Aniston og David Schwimmer eru sögð vera farin að eyða meiri tíma saman eftir að þau viðurkenndu að hafa borið tilfinningar hvort til annars þegar þau unnu saman fyrir meira en 15 árum. 

Schwimmer og Aniston léku saman í þáttunum Friends, og fóru þar með hlutverk Ross Gellers og Rachel Green. Persónur þeirra áttu í flóknu ástarsambandi í gegnum þættina.

Í endurkomuþætti Friends sem sýndur var í maí viðurkenndu þau Aniston og Schwimmer að þau hefðu borið tilfinningar hvort til annars á mismunandi tímum þegar þau unnu saman. 

Nú greinir fjölmiðillinn Closer frá því að þau séu farin að tala mun meira saman en áður og Schwimmer hafi flogið frá New York til Los Angeles til að hitta hana. 

„Eftir þáttinn varð ljóst að það að rifja upp gamlar minningar snerti eitthvað við þeim báðum og straumarnir sem þau fundu alltaf fyrir voru enn til staðar. Þau fóru að skiptast á skilaboðum eftir tökurnar og í síðasta mánuði flaug David frá heimili sínu í New York til að hitta Jen í Los Angeles,“ sagði heimildarmaður Closer. 

Þá er haft eftir heimildarmanninum að hann hafi dvalið á heimili Aniston. Þau sáust einnig heimsækja eftirlætisvínekru Aniston í Santa Barbara.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson