Tvífari Cardi B gerir allt vitlaust

Cardi B til vinstri og Ashley, Cardi C, til hægri.
Cardi B til vinstri og Ashley, Cardi C, til hægri.

Myndir og myndband af konu að nafni Ashley hafa farið um netið sem eldur í sinu undanfarna daga. Ástæðan er að Ashley þykir einstaklega lík rapparanum Cardi B og hafa netverjar tekið upp á því að kalla hana Cardi C. 

Hárgreiðslumeistari Ashley deildi fyrst myndbandinu af henni á TikTok þar sem hún hafði greitt hár hennar í sama stíl og Cardi B er oft með. Myndbandið sprengdi upp TikTok og hafa tugir þúsunda horft á myndbandið. 

Þá hefur því einnig verið deilt á Twitter þar sem netverjar keppast við að koma með skemmtilegar samlíkingar. 

Í viðtali við Allure segir Ashley að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem henni er líkt við rapparann. „Hvert sem ég fer heyri ég fólk segja: „Hún lítur út eins og Cardi B.“ Fólk hvíslar þetta og ég heyri það,“ sagði Ashley. Hún sjálf segist þó ekki sjá líkindin. 

„Ég er alltaf að reyna að sjá það, í hvert skipti sem fólk nefnir það, en ég sé það ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson