Ein merkasta vísindaskáldsagan

Úr kvikmynd Denis Villeneuve, Dune.
Úr kvikmynd Denis Villeneuve, Dune.

Gísli Ein­ars­son, eig­andi Nex­us, er haf­sjór fróðleiks þegar kem­ur að vís­inda­skáld­sög­unni Dune og þeim bók­um sem fylgdu á eft­ir. Hann fræðir um­sjón­ar­menn kvik­mynda­hlaðvarps­ins Bíó um þessa rómuðu bók Franks Her­bert frá ár­inu 1965 og ræðir við þá um nýja kvik­mynd sem byggð er á fyrri hluta fyrstu bók­ar. 

Gísli í verslun sinni Nexus árið 2015 en þá var …
Gísli í versl­un sinni Nex­us árið 2015 en þá var hún í Nóa­túni en nú í Glæsi­bæ. mbl.is/​Styrm­ir Kári

„Þetta er ein af allra merki­leg­ustu „sci-fi“ bók­un­um í sögu „sci-fi“ bók­mennta, það er ekk­ert hægt að draga úr því, hún er al­gjör­lega á pari við Lord of the Rings í fant­así­unni og hún er nátt­úr­lega hálf­gerð fant­asía líka,“ seg­ir Gísli um Dune. Bók­in sé að mörgu leyti brautryðjanda­verk, skrifuð 1965 sem fyrr seg­ir og höf­und­ur­inn, Her­bert, komi úr frá­sagn­ar­hefðinni sem ríkt hafði þá í Banda­ríkj­un­um í nokkra ára­tugi. Vís­inda­skáld­skap­ur hafi þá yf­ir­leitt verið gef­inn út í tíma­rita­formi, í litl­um heft­um með smá­sög­um eða köfl­um úr lengri sög­um. „Þetta bók­mennta­form er kannski ígildi sjón­varpsþátta þess tíma,“ seg­ir Gísli. 

Vísindaskáldsagan Dune.
Vís­inda­skáld­sag­an Dune.

Á þess­um tíma, í kring­um 1960, hafi komið fram yngri og metnaðarfyllri höf­und­ar sem hafi viljaðgera eitt­hvað meira með vís­inda­skáld­sagna­formið. Her­bert hafi verið einn þeirra sem færði vís­inda­skáld­skap­inn nær bók­mennta­verki með jafndjúp­um þemum, jafn­flókn­um per­són­um og hafi skrifað eina skáld­sögu á und­an Dune og marg­ar smá­sög­ur. „Hún er al­gjör bylt­ing á markaði, í raun og veru, en hún kannski vek­ur ekki mikla at­hygli út fyr­ir þenn­an klass­íska „sci-fi“ les­enda­hóp til að byrja með,“ seg­ir Gísli. Her­bert hafi tekið vist­fræði inn í ver­ald­ar­sköp­un­ina sem hafi ekki verið gert áður. 

Sam­talið í heild má hlusta á í hlaðvarp­inu hér fyr­ir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þér finnist einhver hafa þig að fífli með því að segja bara hálfan sannleikann er ekki víst að það sé viljandi gert. Mundu að börn hugsa öðru vísi en fullorðnir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Col­leen Hoo­ver
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þér finnist einhver hafa þig að fífli með því að segja bara hálfan sannleikann er ekki víst að það sé viljandi gert. Mundu að börn hugsa öðru vísi en fullorðnir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Col­leen Hoo­ver
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir