Jolie endurnýjar kynnin við fyrrverandi

Leikkonan Angelina Jolie.
Leikkonan Angelina Jolie. AFP

Leikkonan Angelina Jolie og fyrrverandi eiginmaður hennar, leikarinn Jonny Lee Miller, fóru út að borða saman í Beverly Hills í Kaliforníu á mánudaginn. Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu ári sem Jolie hittir fyrrverandi eiginmann sinn. 

Eftir kvöldmatinn yfirgáfu þau Miller staðinn saman en það var Miller sem keyrði bílinn eins og myndir á vef Daily Mail sýna. Jolie vakti mikla athygli í júní þegar hún heimsótti Miller í New York. Miller er ekki eini maðurinn sem Jolie hefur sést með en hún hefur sést reglulega með tónlistarmanninum The Weeknd. 

Jolie hefur ekki átt í opinberu sambandi síðan þau Brad Pitt tilkynntu skilnað árið 2016. 

Miller og Jolie eiga langa sögu en þau kynnt­ust í tök­um á mynd­inni Hackers árið 1995. Þau féllu hvort fyr­ir öðru og gengu í hjóna­band í mars 1996 en þá var Jolie aðeins tví­tug. Þau hættu sam­an í sept­em­ber ári síðar en gengu ekki form­lega frá skilnaðinum fyrr en árið 1999.

Angelina Jolie sást með fyrrverandi eiginmanni sínum, Johnny Lee Miller, …
Angelina Jolie sást með fyrrverandi eiginmanni sínum, Johnny Lee Miller, í vikunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að taka smá tíma frá til að gera við hluti heima fyrir. Auðvitað er það ekki sérstaklega gaman, en einhver verður að taka það að sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
2
Jill Mansell
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Colleen Hoover
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að taka smá tíma frá til að gera við hluti heima fyrir. Auðvitað er það ekki sérstaklega gaman, en einhver verður að taka það að sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
2
Jill Mansell
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Colleen Hoover