Fjórða konan sakar Noth um kynferðisbrot

Leikarinn Chris Noth.
Leikarinn Chris Noth. AFP

Fjórða kon­an hef­ur stigið fram og sakað leik­ar­ann Chris Noth um kyn­ferðis­brot en hann er þekkt­ast­ur fyr­ir að hafa leikið Mr. Big í þátt­un­um Sex and the City.

Söng­kon­an og tón­skáldið Lisa Gentile sagði á blaðamanna­fundi í dag að Noth hefði brotið á henni kyn­ferðis­lega árið 2002 og hótað að eyðileggja fer­il henn­ar ef hún segði nokkr­um frá.

Brotið átti sér stað á heim­ili Gentile í New York þar sem Noth á að hafa þreifað á henni og neytt hana til að snerta sig.

„Svo varð hann ágeng­ari og lagði báðar hend­ur á brjóst mín og byrjaði að kreista þau mjög fast. Ég reyndi að fá hann til að hætta. Síðan neyddi hann mig til að klæða hann úr skyrt­unni og svo til að snerta typpið á hon­um. Mér tókst að ýta hon­um frá mér og segja að ég vildi þetta ekki,“ sagði Gentile á fund­in­um og bætti við að Noth hefði þá orðið mjög reiður og kallað hana tík. 

Lögmaður Gentile sagði að hún gæti ekki kært Noth þar sem nærri 20 ár eru frá brot­inu og það því fyrnt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Það er engin ástæða að draga sig í hlé þótt hugmyndir þínar slái ekki í gegn. Segðu hug þinn skýrt og skorinort.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Lotta Lux­en­burg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Það er engin ástæða að draga sig í hlé þótt hugmyndir þínar slái ekki í gegn. Segðu hug þinn skýrt og skorinort.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Lotta Lux­en­burg