Viðurkennir að hafa brotið á nemendum sínum

James Franco viðurkennir að hafa sofið hjá nemendum sínum.
James Franco viðurkennir að hafa sofið hjá nemendum sínum. AFP

Leik­ar­inn James Franco hef­ur viður­kennt að hafa sofið hjá nem­end­um í leik­list­ar­skóla sín­um, tæp­um fjór­um árum eft­ir að kon­urn­ar stigu fram og sökuðu hann um kyn­ferðis­legt mis­ferli. 

Franco samþykkti að greiða nem­end­un­um 2,2 millj­ón­ir banda­ríkja­dala í júlí síðastliðinn eft­ir að þær höfðuðu mál gegn hon­um fyr­ir kyn­ferðis­legt mis­ferli í skól­an­um.

Franco sjálf­ur greindi frá þessu í hlaðvarp­inu THe Jess Cagle Podcast. Þar sagðist hann hafa sofið hjá kon­un­um á meðan þær voru nem­end­ur hans. Hann sagðist ekki hafa stofnað skól­ann til að tæla ung­ar kon­ur til sín í kyn­ferðis­leg­um til­gangi.

Leik­ar­inn seg­ist ekki hafa tjáð sig op­in­ber­lega í svo lang­an tíma vegna þess að það væri fólk sem væri ósátt við hann og að hann þyrfti að hlusta á það. 

Sarah Tit­her-Kapl­an og Toni Gaal, fyrr­ver­andi nem­end­ur í Studio 4 leik­list­ar­skóla Francos, höfðuðu hóp­mál­sókn gegn Franco í Los Ang­eles árið 2019. Þá höfðu þær talað við nokkra fyrr­ver­andi kven­kyns nem­end­ur við skól­ann sem höfðu svipaða sögu að segja. Studio 4 lokaði 2017.

Sögðu nem­end­urn­ir að þeir væru fórn­ar­lömb fjár­svika, þar sem þær greiddu skóla­gjöld til þess að vera kyn­gerðar og ógnað í skól­an­um. 

Franco neitaði ásök­un­un­um í upp­hafi en hef­ur nú greitt þeim Tit­her-Kapl­an og Gaal auk fleiri nem­enda.

Í hlaðvarp­inu, sem fór í loftið í gær, sagði Franco að hann hafi verið í bata frá kyn­lífs­fíkn síðan 2016 og hafi unnið mikið í sjálf­um sér og að breyta því hvernig maður hann var. 

Þetta er í fyrsta skipti sem hann tjá­ir sig op­in­ber­lega um málið. Hann sagðist halda að ef hann fengi ein­hvers­kon­ar samþykki frá kon­un­um væri í lagi að sofa hjá þeim. Spurður hvort hann gerði sér ekki grein fyr­ir því að hann væri í valda­stöðu gegn nem­end­um sín­um sem kenn­ari þeirra sagði hann: „Á þess­um tíma, þá hugsaði ég ekki skýrt.“

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Fátt er eins ömurlegt og að sitja fastur í úreltum skoðunum. Gættu þess bara að þú fælir ekki frá þér fólk við nánari kynni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Fátt er eins ömurlegt og að sitja fastur í úreltum skoðunum. Gættu þess bara að þú fælir ekki frá þér fólk við nánari kynni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir