Drakk fyrsta rauðvínsglasið í 13 ár

Britney Spears.
Britney Spears. AFP

Tónlistarkonan Britney Spears fékk loksins sjálfræði í nóvember eftir 13 ára bið. Hún hefur gert ýmislegt sem hún hefur ekki gert í langan tíma og um síðustu helgi fékk hún sér meðal annars rauðvínsglas.

Spears greindi frá rauðvínsdrykkjunni á instagramsíðunni sinni. „Ég er viss um að það er skrítið að ég dansi svona mikið við Madonnu,“ skrifaði Spears meðal annars og sagðist vera að leyfa sér núna. „Ég meina ég fékk mér fyrsta rauðvínsglasið um síðustu helgi! Ég beið í 13 ár.“

Rauðvínsglasið er þó ekki fyrsta vínglasið sem Spears hefur drukkið að undanförnu þar sem hún greindi frá því í nóvember að hún hefði fagnað frelsi sínu með kampavínglasi. Lögráðamenn Brit­ney höfðu áður völd yfir fjár­hag henn­ar, tóku ákv­arðanir er vörðuðu fer­il­inn og fengu að hafa áhrif á heim­sókn­ir henn­ar til barn­anna sinna og mögu­legt hjóna­band.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Axarsköft og fásinna hafa lætt sér í fágaða og fínstillta áætlun þína. Mundu að afskipti geta orðið stjórnun, sem er allt annað en heppileg útkoma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Axarsköft og fásinna hafa lætt sér í fágaða og fínstillta áætlun þína. Mundu að afskipti geta orðið stjórnun, sem er allt annað en heppileg útkoma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal