Heppin að hafa fundið ástina

George Clooney og Amal Clooney.
George Clooney og Amal Clooney. AFP

Mann­rétt­inda­lög­fræðing­ur­inn Amal Cloo­ney er ein 12 kvenna sem voru vald­ar kon­ur árs­ins af tíma­rit­inu TIME. Cloo­ney seg­ir eig­in­mann sinn, Hollywood­stjörn­una Geor­ge Cloo­ney, veita sér mik­inn inn­blást­ur og reyn­ir að nýta at­hygl­ina til góðs. 

„Hjóna­bandið hef­ur verið ynd­is­legt. Eig­inmaður minn er mér ótrú­leg­ur inn­blást­ur og er stuðnings­rík­ur. Við eig­um heim­ili sem er fullt af ást og hlátri,“ seg­ir hinn 44 ára gamla Cloo­ney í viðtal­inu. Cloo­ney á tví­bur­ana Ellu og Al­ex­and­er sem verða fimm ára á þessu ári með eig­in­manni sín­um. „Þetta er meiri ham­ingja en ég hefði nokkru sinni getað ímyndað mér. Mér finnst ég svo hepp­in að hafa fundið ást í lífi mínu og verða móðir,“ sagði Cloo­ney sem seg­ir fjöl­skyldu­lífið hjálpa sér að halda jafn­vægi. 

Cloo­ney var þekkt­ur lög­fræðing­ur áður en hún kynnt­ist Geor­ge Cloo­ney en eft­ir að þau gift­ust hef­ur hún verið enn meira í kast­ljósi fjöl­miðla og ekki bara vegna starfa sinna. Hún seg­ist nýta at­hygl­ina til þess að beina sjón­um fólks að mik­il­væg­um mál­efn­um og það geti komið skjól­stæðing­um henn­ar til góðs. „Ég get ekki gert mikið í því þegar frétt­ir af vinnu­viðburðum fjalla um eitt­hvað sem kem­ur mál­inu ekk­ert við. Þar sem ég get ekki stjórnað því reyni ég að hugsa ekki um það og held áfram með vinn­una og líf mitt,“ seg­ir lög­fræðing­ur­inn.

View this post on In­sta­gram

A post shared by TIME (@time)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Eyddu ekki óþarfa orku í að hugsa um það sem miður fór. Taktu þau samt ekki of alvarlega, því viðkomandi vill efalaust taka þau aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Eyddu ekki óþarfa orku í að hugsa um það sem miður fór. Taktu þau samt ekki of alvarlega, því viðkomandi vill efalaust taka þau aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir