Ætlar ekki að kæra Smith

Chris Rock og Will Smith á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022.
Chris Rock og Will Smith á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022. AFP/ Neilson Barnard

Grínistinn Chris Rock ætlar ekki að kæra leikarann Will Smith eftir uppákomuna á Óskarnum. Smith hlJóp upp á svið og sló Rock eftir að grínistinn sagði brandara um hárleysi Jada Pinkett Smith. 

Lögreglan í Los Angeles staðfesti við Variety að Rock ætlaði ekki leggja fram kæru. Í formlegri tilkynningu frá lögreglunni segir að lögreglan sé meðvituð um atvik á milli tveggja einstaklinga á Óskarsverðlaunahátíðinni. Atvikið snúist um að einn aðili hafi slegið hinn aðilann. Í tilkynningunni segir að sá sem var kýldur hafi neitað að leggja fram kæru. Það kemur þó ekki í veg fyrir að það breyist seinna meir. 

Kveikj­an að uppþot­inu var brand­ari Rock en hann vísaði til eig­in­konu Smiths, leik­kon­unn­ar Jödu Pin­kett Smith, sem G.I. Jane, sem er per­sóna í sam­nefndri kvik­mynd frá 1997. Leik­kon­an Demi Moore fer þar með hlut­verk G. I. Jane en hún er sköll­ótt.

Pin­kett Smith er sköll­ótt um þess­ar mund­ir. Leik­kon­an hef­ur glímt við sjálfsof­næm­is­sjúk­dóm­inn al­opecia sem veld­ur meðal ann­ars skalla­blett­um. Ákvað hún því að krúnuraka sig og hef­ur borið höfuðið hátt á rauða dregl­in­um síðan.

Chris Rock.
Chris Rock. AFP/ Neilson Barnard
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka