Ætlar ekki að kæra Smith

Chris Rock og Will Smith á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022.
Chris Rock og Will Smith á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022. AFP/ Neilson Barnard

Grínistinn Chris Rock ætlar ekki að kæra leikarann Will Smith eftir uppákomuna á Óskarnum. Smith hlJóp upp á svið og sló Rock eftir að grínistinn sagði brandara um hárleysi Jada Pinkett Smith. 

Lögreglan í Los Angeles staðfesti við Variety að Rock ætlaði ekki leggja fram kæru. Í formlegri tilkynningu frá lögreglunni segir að lögreglan sé meðvituð um atvik á milli tveggja einstaklinga á Óskarsverðlaunahátíðinni. Atvikið snúist um að einn aðili hafi slegið hinn aðilann. Í tilkynningunni segir að sá sem var kýldur hafi neitað að leggja fram kæru. Það kemur þó ekki í veg fyrir að það breyist seinna meir. 

Kveikj­an að uppþot­inu var brand­ari Rock en hann vísaði til eig­in­konu Smiths, leik­kon­unn­ar Jödu Pin­kett Smith, sem G.I. Jane, sem er per­sóna í sam­nefndri kvik­mynd frá 1997. Leik­kon­an Demi Moore fer þar með hlut­verk G. I. Jane en hún er sköll­ótt.

Pin­kett Smith er sköll­ótt um þess­ar mund­ir. Leik­kon­an hef­ur glímt við sjálfsof­næm­is­sjúk­dóm­inn al­opecia sem veld­ur meðal ann­ars skalla­blett­um. Ákvað hún því að krúnuraka sig og hef­ur borið höfuðið hátt á rauða dregl­in­um síðan.

Chris Rock.
Chris Rock. AFP/ Neilson Barnard
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þráir öryggi í samböndum þínum en eitthvað hefur það gengið brösuglega hingað til. Þú lætur gott af þér leiða í dag og færð hrós fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þráir öryggi í samböndum þínum en eitthvað hefur það gengið brösuglega hingað til. Þú lætur gott af þér leiða í dag og færð hrós fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton