Íhuguðu alvarlega að henda Smith út

Will Smith sló Chris Rock.
Will Smith sló Chris Rock. AFP

Skipuleggjendur Óskarsverðlaunanna íhuguðu alvarlega að láta Will Smith víkja úr sæti sínu við athöfnina sem fór fram í gærkvöldi eftir að hann gekk á sviðið og sló kynninn Chris Rock, í kjölfar þess að hann sagði brandara um Jödu Pinkett Smith, eiginkonu Will Smith.

„Á bak við tjöldin var fullt af fólki, og ólíkar raddir og skiptar skoðanir, sem voru að vega og meta það sem hafði gerst og hvað væri besta og fljótlegasta aðferðin. Fólk var líka að athuga hvort Chris Rock væri í lagi,“ segir heimildamaður við tímaritið People.

Heimildamaðurinn bætti við að rætt hefði verið alvarlega um að láta henda Smith út.

Tók nokkrar mínútur að átta sig á því hvort þetta væri sviðsett

„Það tók nokkrar mínútur að átta sig fyrst á því hvort þetta væri sviðsett og reyna síðan að fá fólk á sömu blaðsíðu – þar á meðal framleiðendurna, ABC, Akademíuna, fulltrúa sem voru ekki allir á sama stað eða sem voru að horfa á símann sinn, og jafnvel til að athuga hvort Chris vildi leggja fram kæru,“ útskýrði heimildamaðurinn.

Lögreglan í Los Angeles staðfesti fyrr í dag að Rock ætlaði ekki að kæra leikarann eftir uppákomuna.

Will Smith var tárvotur þegar hann fór með þakkarræðu sína …
Will Smith var tárvotur þegar hann fór með þakkarræðu sína í gærkvöldi. AFP

Bandaríska kvikmyndaakademían sagðist í dag fordæma framferði Smith og tilkynnti að hún myndi setja af stað formlega athugun á atvikinu. Þá gæti Smith þurft að glíma við einhverjar afleiðingar vegna framkomu sinnar.

Smith hlaut í gærkvöldi verðlaun í flokki leikara í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni King Richard. Í þakkarræðu sinni bað hann Akademíuna afsökunar en minntist ekki á Rock. Þá bætti hann við að ástin léti mann gera „klikkaða hluti“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka