Sögulegur sigur á Óskarnum

Kvikmyndagerðarkonan Sian Heder hlaut verðlaun fyrir handrit sitt að Coda …
Kvikmyndagerðarkonan Sian Heder hlaut verðlaun fyrir handrit sitt að Coda á Óskarsverðlaunahátíðinni. Myndin var einnig valin sú besta. AFP/VALERIE MACON

Kvikmyndin Coda var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Myndin er fjölskyldudrama en lætur fólki þó líða vel. Myndin sem var gerð fyrir lítið fé á mælikvarða Hollywood er fyrsta kvikmyndin sem sýnd var á streymisveitu sem er valin besta myndin á Óskarnum. 

Myndin var sýnd á streymisveitu Apple og var hún valin besta kvikmyndin fram yfir myndir frá Netflix og stórum dæmigerðum kvikmyndaverum í Hollywood. Sigurinn þykir einnig merkilegur fyrir þær sakir að hún fjallar að hluta til um líf fatlaðs fólks. 

„Þakkir til akademíunnar fyrir að leyfa Coda okkar að komast í sögubækurnar,“ sagði framleiðandinn Philippe Rousselet. Leikstjórinn Sian Hader leikstýrði myndinni og skrifaði handritið. Er talið að myndin hafi einungis kostað um tíu milljónir Bandaríkjadala. 

Leikkonan Emilia Jones leikur aðalhlutverkið Ruby í Coda.
Leikkonan Emilia Jones leikur aðalhlutverkið Ruby í Coda. AFP/VALERIE MACON

Myndin fjallar um unglinginn Ruby sem hin unga Emilia Jones leikur. Ruby glímir við dæmigerð vandamál unglingsáranna og dreymir um að verða tónlistarkona. Ruby er á sama tíma tengiliður fjölskyldunnar við þá sem heyra en fjölskyldan gerir út bát í litlum bæ nálægt Boston. 

Leikarinn Troy Kotsur fór með verðlaunaræðu sína á táknmáli en …
Leikarinn Troy Kotsur fór með verðlaunaræðu sína á táknmáli en hann er heyrnarlaus. AFP/Robyn Beck

Myndin er byggð á frönsku myndinni The Belier Family en sú mynd hlaut gagnrýni fyrir að ráða ekki heyrnarlausa leikara í hlutverkin. Óskarsverðlaunaleikkonan Marlee Matlin leikur heyrnarlausa móður Ruby og heyrnarlausi leikarinn Troy Kotsur leikur föður Ruby.

Kotsur hlaut verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki. Þegar hann tók við verðlaununum fór hann með ræðu á táknmáli. Hann er annar heyrnarlausi leikarinn í sögunni til að hljóta verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki á eftir Mar­lee Matlin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka