Móðir Smiths bæði stolt og í áfalli

Leikarinn Will Smith vakti mikla athygli á Óskarnum í byrjun …
Leikarinn Will Smith vakti mikla athygli á Óskarnum í byrjun vikunnar og ekki endilega fyrir sigur sinn. AFP/Robyn Beck

Carolyn Bright, móðir leikarans Wills Smiths, segist vera stolt af syni sínum sem vann Óskarsverðlaun á aðfaranótt mánudags. Það kom henni hins vegar á óvart að hann beitti ofbeldi fyrr um kvöldið og segir það ólíkt syni sínum.

„Ég veit hvernig hann vinnur, hversu mikið hann leggur á sig og gerir aldrei neitt í hálfkæringi. Bara að sjá hann bíða og bíða og bíða og þegar ég heyrði nafnið hann sagði ég bara: „Já!,“,“ sagði Bright í viðtali við sjónvarpsstöðina 6ABC Philadelphia um Óskarsverðlaun sonar síns. 

Verðlaunin sjálf féllu þó í skugga þess þegar Smith hljóp upp á svið fyrr um kvöldið og sló grínistann Chris Rock fyrir að gera grín að hárleysi eiginkonu sinnar, Jada Pinkett Smith. Móðir Smith segir son sinn koma vel fram við alla og þetta hafi ekki gefið rétta mynd af honum. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé hann úr jafnvægi, fyrsta skipti í lífi mínu,“ sagði móðir Smith. 

„Þetta kom þér líka á óvart?“ Spurði blaðamaðurinn. 

„Það gerði það, það gerði það,“ svaraði Bright. 

Will Smith sló Chris Rock.
Will Smith sló Chris Rock. AFP

Ellen Smith, yngri systir leikarans, var sammála móður sinni. Sagði hún fólk ekki almennt átta sig á pressunni sem frægt fólk er undir. Þangað til núna hefur hún fylgst með bróður sínum ganga vel að standast pressuna sem hann er undir. 

Þrátt fyrir atvikið er fjölskyldan stolt og styður stjörnuna sína. Þegar stolt móðirin talaði við son sinn ráðlagði hún honum að hvíla sig og skella sér í ferðalag. 

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við móður og systur Will Smiths. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka