Framleiðendur segjast hafa fylgt öryggisreglum

Alec Baldwin í október síðastliðnum.
Alec Baldwin í október síðastliðnum. AFP

Fram­leiðend­ur kvik­mynd­ar­inn­ar Rust hafa and­mælt op­in­berri skýrslu þar sem seg­ir að þeir hafi ekki gætt að byssu­ör­yggi á tökustað.

Tökumaður­inn Halyna Hutchins lést við tök­ur á mynd­inni eft­ir að voðaskot hljóp úr byssu sem leik­ar­inn Alec Baldw­in hélt á. Þá særðist Joel Souza leik­stjóri mynd­ar­inn­ar einnig.

Fram­leiðslu­fyr­ir­tækið seg­ist hafa fram­fylgt öll­um viðeig­andi ör­ygg­is­regl­um, að því er BBC grein­ir frá. All­ir leik­ar­ar sem hand­léku byss­ur hafi fengið næga þjálf­un og aðstoðarleik­stjór­an­um var bent á að halda ör­ygg­is­fundi á dög­um þegar skot­vopn voru notuð. Jafn­framt hafi slík­ur fund­ur átt sér stað að morgni voðaskots­ins.

Seg­ir skýrsl­una hafa sýknað sig

Baldw­in sem bæði lék í mynd­inni og er einn fram­leiðaeda henn­ar neit­ar því að hafa tekið í gikk­inn á byss­unni. Hann hef­ur einnig sagt að skýrsla heil­brigðis­eft­ir­lits Nýja Mexí­kó-rík­is hafi sýknað hann og að ljóst væri að vald hans sem meðfram­leiðanda tak­markaðist við að samþykkja hand­rits­breyt­ing­ar og að velja leik­ara.

Heil­brigðis­eft­ir­litið sektaði fram­leiðslu­fyr­ir­tækið um 136.000 dali í apríl en um er að ræða hæstu mögu­legu sekt.

Fram­leiðslu­fyr­ir­tækið held­ur því fram að það hafi ekki borið ábyrgð á eft­ir­liti með kvik­mynda­sett­inu. Hvað þá með viðhaldi og hleðslu vopna. Þá sagði fyr­ir­tækið að lög heim­iluðu fram­leiðend­um að fram­selja skot­vopna­ör­yggi til sér­fræðinga á því sviði.

Hefði verið hægt að koma í veg fyr­ir harm­leik­inn

Fyr­ir­tækið neitaði því einnig að Hannah Gutier­rez-Reed, sem hafði yf­ir­um­sjón með skot­vopn­um á tökustað mynd­ar­inn­ar, hefði haft of mikið á sinni könnu þar sem hún starfaði einnig við aðstoð með leik­muni á setti. Það sagði að um­sjón henn­ar með skot­vopn­um hefði alltaf haft for­gang. Hún hafi haft næg­an tíma til að skoða skot­vopn­in en „ekki sinnt vinnu sinni sem skyldi“.

Lög­fræðing­ar Gutier­rez-Reed segja skýrslu heil­brigðis­eft­ir­lits­ins sýna að hún hafi ekki haft næg­an tíma til að sinna vinnu sinni og að fram­leiðend­ur hefðu ekki kallað á Hönnuh til að skoða skot­færið rétt áður en Baldw­in átti að nota það á setti.

„Eins og við höf­um áður sagt, hefði ein­hver úr fram­leiðslunni kallað Hönnuh aft­ur inn í kirkj­una áður en atriðið var tekið upp til að ráðfæra sig við hana, hefði verið hægt að koma í veg fyr­ir þenn­an harm­leik,“ bættu þeir við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Skyldur og ábyrgð leita á hugann en ekki gleyma að hvíla þig. Þú þarft að endurnýja orkuna til að geta haldið áfram af krafti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Yrsa Sig­urðardótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Skyldur og ábyrgð leita á hugann en ekki gleyma að hvíla þig. Þú þarft að endurnýja orkuna til að geta haldið áfram af krafti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Yrsa Sig­urðardótt­ir