Telur sig geta sýnt fram á sakleysi sitt

Kevin Spacey segist munu koma sjálfviljugur til réttarhaldanna í Bretlandi.
Kevin Spacey segist munu koma sjálfviljugur til réttarhaldanna í Bretlandi. AFP

Banda­ríksi leik­ar­inn Kevin Spacey seg­ist munu koma fyr­ir rétt í Bretlandi sjálf­vilj­ug­ur sé þess kraf­ist. Greint var frá því um helg­ina að leik­ar­inn hafi verið ákærður fyr­ir fimm kyn­ferðis­brot í Bretlandi. Upp­haf­lega var talið banda­rísk stjórn­völd yrðu að fram­selja hann til Bret­lands svo rétt­ar­höld­in gætu farið fram.

Í til­kynn­ingu sem Spacey sendi Good Morn­ing America seg­ist hann vera sann­færður um að hann geti sýnt fram á sak­leysi sitt. 

Lög­regl­an í Bretlandi rann­sak­ar nú fimm mál sem lögð voru fram á ár­un­um 2005 til 2013. 

„Ég er von­svik­in að ákveðið var að halda áfram með mála­ferl­in, en ég mun sjálf­vilug­ur koma fram í Bretlandi, eins fljótt og auðið er og verja mig gegn þess­um ásök­un­um, og ég er sann­færður um að ég geti sannað sak­leysi mitt,“ sagði Spacey. 

Tvær ákær­urn­ar snúa að kyn­ferðis­broti gegn karl­manni, sem er nú kom­inn yfir fer­tugt, og eiga at­vik­in að hafa átt sér stað í Lund­ún­um í mars 2005. Ann­ar karl­maður, sem nú er kom­inn yfir þrítugt, seg­ir Spacey hafa beitt sig of­beldi í Lund­ún­um í ág­úst 2008. Þriðji maður­inn seg­ir Specey hafa beitt sig of­beldi í í Gloucesters­hire apríl árið 2013. Hann er nú á þrítugs­aldri. 

Ákær­urn­ar hafa verið lagðar fram af ákæru­vald­inu en í frétt BBC kem­ur fram að leik­ar­inn hafi í raun ekki verið form­lega ákærður þar sem hann er ekki stadd­ur í Bretlandi. Hann verði það hins veg­ar þegar hann komi til lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mannlegu samskiptin sitja í fyrirrúmi en þú þarft að gæta þess að það komi ekki niður á starfi þínu. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mannlegu samskiptin sitja í fyrirrúmi en þú þarft að gæta þess að það komi ekki niður á starfi þínu. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar