Skírð í höfuðið á bensínstöð

Chrishell Stause.
Chrishell Stause. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan og fasteignasalinn Chrishell Stause var nefnd í höfuðið á olíufélaginu Shell. Stause heitir fullu nafni Terrina Chrishell Strause en þegar móðir hennar var komin á steypirinn með hana fór fæðingin óvænt af stað á einni af bensínstöðvum Shell í Bandaríkjunum þar sem móðir hennar var stödd á þeim tímapunkti.

Þegar fæðingarferlið hófst inni á bensínstöðinni fékk móðir hennar aðstoð frá starfsmanni á stöðinni sem hét Chris. Nöfnunum tveimur var því skellt saman og út kom nafnið Chrishell, sem hún ber í dag. 

Chrishell vann til verðlauna á dögunum á MTV Movie and Tv Awards-hátíðinni. Þar var hreppti hún titilinn besta raunveruleikastjarnan en Chrishell er hluti af vinsælu Netflix-þáttaröðunum Selling Sunset. Þættirnir fjalla um dýrar og flottar fasteignir í Los Angeles og ævintýrin sem fasteignasalar eiga það til að lenda í. Þátturinn Selling Sunset var einnig valinn sem besti raunveruleikaþátturinn á MTV-verðlaunahátíðinni sem fram fór á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka