Kevin Spacey fyrir dóm á fimmtudag

Leikarinn Kevin Spacey í febrúar 2016.
Leikarinn Kevin Spacey í febrúar 2016. AFP

Leik­ar­inn Kevin Spacey hef­ur verið ákærður fyr­ir kyn­ferðis­brot og mun málið fara fyr­ir dóm í Lund­úna­borg seinna í þess­ari viku. 

Hinn 62 ára gamli leik­ari mun mæta fyr­ir dóm­stóla í West­minster klukk­an níu að morgni næsta fimmtu­dag. 

Um er að ræða ákæru í fjór­um liðum vegna kyn­ferðis­brota gegn þrem­ur mönn­um.

Frá ár­un­um 2005, 2008 og 2013

Tvö brot­in eru sögð hafa átt sér stað í mars árið 2005 gegn sama mann­in­um, sem er á fer­tugs­aldri í dag.

Þriðja meinta brotið má rekja til ág­úst­mánaðar 2008, gegn manni sem er nú á þrítugs­aldri.

Fjórða brotið sem Spacey er ákærður fyr­ir snýr að at­vik­um í Gloucester í vest­ur­hluta Eng­lands í apríl 2013, gegn manni sem er í dag á þrítugs­aldri. 

Ætlar að sanna sak­leysi sitt

Spacey hef­ur unnið til tvennra Óskar­sverðlauna á ferli sín­um fyr­ir leik, en á ár­un­um 2014 og 2015 var hann list­rænn stjórn­andi í leik­hús­inu Old Vic í London. 

Hann hef­ur komið fram í fjöl­miðlum og heitið því að sýna fram á sak­leysi sitt, meðal ann­ars í viðtalsþætt­in­um Good Morn­ing America. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Ný hugsun kviknar úr óvæntum aðstæðum. Þú sérð málin frá öðru sjónarhorni og það opnar nýjar leiðir. Ekki útiloka það sem fyrst virðist framandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Ný hugsun kviknar úr óvæntum aðstæðum. Þú sérð málin frá öðru sjónarhorni og það opnar nýjar leiðir. Ekki útiloka það sem fyrst virðist framandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir