Fjórir Íslendingar hefja keppni í dag

Björgvin Karl Guðmundsson, Annie Mist Þórisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Þuríður …
Björgvin Karl Guðmundsson, Annie Mist Þórisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Þuríður Erla Helgadóttir hefja keppni í dag. Samsett mynd

Fjór­ir af sex ís­lensk­um kepp­end­um á Heims­leik­un­um í Cross­fitt hefja leik í dag. Mótið hefst klukk­an níu að staðar­tíma í Madi­son í Wiscons­in í Banda­ríkj­un­um eða klukk­an 14 að ís­lensk­um tíma.

Sól­veig Sig­urðardótt­ir kepp­ir á sín­um fyrstu heims­leik­um í ár, en reynslu­bolt­arn­ir Þuríður Erla Helga­dótt­ir, Björg­vin Karl Guðmunds­son og Annie Mist Þóris­dótt­ir eru svo sann­ar­lega ekki á sín­um fyrstu leik­um. Annie og Björg­vin keppa nú á sín­um ní­undu leik­um en Þuríður á sín­um sjö­undu.

Fjór­ar grein­ar eru und­ir í dag í bæði ein­stak­lings- og liðakeppni, en Annie kepp­ir í ár í fyrsta skipti með liði, Cross­fit Reykja­vík. Með henni í liðinu eru hin banda­rísku Lauren Fis­her og Tola Morak­inyo auk hins ástr­alska Khan Port­er. Hef­ur liðið haft bú­setu hér á Íslandi í vet­ur og æft sam­an í Cross­fit Reykja­vík und­ir stjórn hins finnska Jami Tikkan­en.

Þuríður Erla, Sól­veig og Björg­vin Karl keppa öll í ein­stak­lings­flokki. Bergrós Björns­dótt­ir og Rökkvi Hrafn Guðna­son keppa í ung­linga­flokki, Bergrós í 14 - 15 ára flokki og Rökkvi í 16 - 17 ára flokki. Þau hefja þó ekki leika í dag, en keppni í ung­linga­flokki hefst á morg­un, fimmtu­dag og lýk­ur á laug­ar­dag. 

Rökkvi og Bergrós hefja keppni á morgun.
Rökkvi og Bergrós hefja keppni á morg­un. Ljós­mynd/​Berg­lind Haf­steins­dótt­ir

Liða og ein­stak­lingskeppni lýk­ur á sunnu­dag þegar liðin hafa lokið 11 keppn­is­grein­um og ein­stak­ling­ar 13 keppn­is­grein­um. 

Annie lenti í þriðja sæti í kvenna­flokki á heims­leik­un­um á síðasta ári, aðeins 11 mánuðum eft­ir að hún fæddi dótt­ur sína í heim­inn. Vakti ár­ang­ur henn­ar heims­at­hygli. Björg­vin Karl lenti í fjórða sæti og Þuríður Erla í þrett­ánda sæti.

Hægt verður að fylgj­ast með heims­leik­un­um í beinni út­send­ingu á YouTu­be.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þótt þig langi til þess að breyta einhverju þá er ekki rétti tíminn til þess núna. Vertu trúr í vináttu þó að þú standir í viðskiptum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þótt þig langi til þess að breyta einhverju þá er ekki rétti tíminn til þess núna. Vertu trúr í vináttu þó að þú standir í viðskiptum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir