Fjórir Íslendingar hefja keppni í dag

Björgvin Karl Guðmundsson, Annie Mist Þórisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Þuríður …
Björgvin Karl Guðmundsson, Annie Mist Þórisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Þuríður Erla Helgadóttir hefja keppni í dag. Samsett mynd

Fjór­ir af sex ís­lensk­um kepp­end­um á Heims­leik­un­um í Cross­fitt hefja leik í dag. Mótið hefst klukk­an níu að staðar­tíma í Madi­son í Wiscons­in í Banda­ríkj­un­um eða klukk­an 14 að ís­lensk­um tíma.

Sól­veig Sig­urðardótt­ir kepp­ir á sín­um fyrstu heims­leik­um í ár, en reynslu­bolt­arn­ir Þuríður Erla Helga­dótt­ir, Björg­vin Karl Guðmunds­son og Annie Mist Þóris­dótt­ir eru svo sann­ar­lega ekki á sín­um fyrstu leik­um. Annie og Björg­vin keppa nú á sín­um ní­undu leik­um en Þuríður á sín­um sjö­undu.

Fjór­ar grein­ar eru und­ir í dag í bæði ein­stak­lings- og liðakeppni, en Annie kepp­ir í ár í fyrsta skipti með liði, Cross­fit Reykja­vík. Með henni í liðinu eru hin banda­rísku Lauren Fis­her og Tola Morak­inyo auk hins ástr­alska Khan Port­er. Hef­ur liðið haft bú­setu hér á Íslandi í vet­ur og æft sam­an í Cross­fit Reykja­vík und­ir stjórn hins finnska Jami Tikkan­en.

Þuríður Erla, Sól­veig og Björg­vin Karl keppa öll í ein­stak­lings­flokki. Bergrós Björns­dótt­ir og Rökkvi Hrafn Guðna­son keppa í ung­linga­flokki, Bergrós í 14 - 15 ára flokki og Rökkvi í 16 - 17 ára flokki. Þau hefja þó ekki leika í dag, en keppni í ung­linga­flokki hefst á morg­un, fimmtu­dag og lýk­ur á laug­ar­dag. 

Rökkvi og Bergrós hefja keppni á morgun.
Rökkvi og Bergrós hefja keppni á morg­un. Ljós­mynd/​Berg­lind Haf­steins­dótt­ir

Liða og ein­stak­lingskeppni lýk­ur á sunnu­dag þegar liðin hafa lokið 11 keppn­is­grein­um og ein­stak­ling­ar 13 keppn­is­grein­um. 

Annie lenti í þriðja sæti í kvenna­flokki á heims­leik­un­um á síðasta ári, aðeins 11 mánuðum eft­ir að hún fæddi dótt­ur sína í heim­inn. Vakti ár­ang­ur henn­ar heims­at­hygli. Björg­vin Karl lenti í fjórða sæti og Þuríður Erla í þrett­ánda sæti.

Hægt verður að fylgj­ast með heims­leik­un­um í beinni út­send­ingu á YouTu­be.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt stundum komi erfiðir tímar er engin ástæða til þess að láta þá draga úr sér allan kjark. Vinur leitar til þín með erfitt mál, sýndu honum samúð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt stundum komi erfiðir tímar er engin ástæða til þess að láta þá draga úr sér allan kjark. Vinur leitar til þín með erfitt mál, sýndu honum samúð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir