Fjórir Íslendingar hefja keppni í dag

Björgvin Karl Guðmundsson, Annie Mist Þórisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Þuríður …
Björgvin Karl Guðmundsson, Annie Mist Þórisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Þuríður Erla Helgadóttir hefja keppni í dag. Samsett mynd

Fjórir af sex íslenskum keppendum á Heimsleikunum í Crossfitt hefja leik í dag. Mótið hefst klukkan níu að staðartíma í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum eða klukkan 14 að íslenskum tíma.

Sólveig Sigurðardóttir keppir á sínum fyrstu heimsleikum í ár, en reynsluboltarnir Þuríður Erla Helgadóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Annie Mist Þórisdóttir eru svo sannarlega ekki á sínum fyrstu leikum. Annie og Björgvin keppa nú á sínum níundu leikum en Þuríður á sínum sjöundu.

Fjórar greinar eru undir í dag í bæði einstaklings- og liðakeppni, en Annie keppir í ár í fyrsta skipti með liði, Crossfit Reykjavík. Með henni í liðinu eru hin bandarísku Lauren Fisher og Tola Morakinyo auk hins ástralska Khan Porter. Hefur liðið haft búsetu hér á Íslandi í vetur og æft saman í Crossfit Reykjavík undir stjórn hins finnska Jami Tikkanen.

Þuríður Erla, Sólveig og Björgvin Karl keppa öll í einstaklingsflokki. Bergrós Björnsdóttir og Rökkvi Hrafn Guðnason keppa í unglingaflokki, Bergrós í 14 - 15 ára flokki og Rökkvi í 16 - 17 ára flokki. Þau hefja þó ekki leika í dag, en keppni í unglingaflokki hefst á morgun, fimmtudag og lýkur á laugardag. 

Rökkvi og Bergrós hefja keppni á morgun.
Rökkvi og Bergrós hefja keppni á morgun. Ljósmynd/Berglind Hafsteinsdóttir

Liða og einstaklingskeppni lýkur á sunnudag þegar liðin hafa lokið 11 keppnisgreinum og einstaklingar 13 keppnisgreinum. 

Annie lenti í þriðja sæti í kvennaflokki á heimsleikunum á síðasta ári, aðeins 11 mánuðum eftir að hún fæddi dóttur sína í heiminn. Vakti árangur hennar heimsathygli. Björgvin Karl lenti í fjórða sæti og Þuríður Erla í þrettánda sæti.

Hægt verður að fylgjast með heimsleikunum í beinni útsendingu á YouTube.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka