Annie vonsvikin eftir fyrsta dag

Annie Mist Þórisdóttir og Khan Porter.
Annie Mist Þórisdóttir og Khan Porter. Ljósmynd/Marta María B. Siljudóttir

Annie Mist Þórisdóttir crossfit-stjarna virðist heldur vonsvikin eftir fyrsta mótsdag á Heimsleikunum í Crossfit sem fara fram í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum um þessar mundir. Lið Annie, Crossfit Reykjavík, er í 17. sæti eftir fyrsta dag. 

„Svo langt frá byrjuninni sem við höfðum óskað okkur,“ skrifar Annie í færslu á Instagram. Þetta er í fyrsta skipti sem Annie keppir með liði á mótinu. Liðsfélagar hennar eru Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo.

„Það er auðvelt að vera jákvæður og borsa þegar hlutirnir ganga upp, en það sést úr hverju maður er gerður ef maður gefst ekki upp og heldur áfram að berjast,“ skrifar Annie. Hún bendir á að liðið sé skipað íþróttafólki sem hefur mikla reynslu, en að þau hafi gert fullt af byrjendamistökum á fyrsta degi. Það muni ekki koma fyrir á næstu keppnis dögum. 

Björgvin Karl Guðmundsson er í 7. sæti eftir fyrsta dag á mótinu, Þuríður Erla Helgadóttir í 17. sæti og Sólveig Sigurðardóttir í 36. sæti.

Einni grein frestað vegna veðurs

Veðrið lék ekki við keppendur í Wisconsin í gær og þurfti að fresta einni grein í bæði einstaklings- og liðakeppni vegna mikilla rigninga. Fyrirhugað var að keppt yrði í fjórum greinum í gær en aðeins var keppt í þremur. 

Í dag, fimmtudag, verður því keppt í þessari einu grein, en dagurinn í dag átti að vera hvíldardagur í einstaklings- og liðakeppni. 

Unglingarnir hefja leik í dag

Þau Bergrós Björnsdóttir og Rökkvi Hrafn Guðnason hefja leik í unglingaflokkum í dag. Bergrós keppir í 14 til 15 ára flokki og Rökkvi í 16 til 17 ára flokki. 

Leikar hefjast klukkan níu að staðar tíma eða klukkan 14 að íslenskum tíma í unglingaflokki og flokki fatlaðra. 

Klukkan 18 er svo opnunarathöfn og eftir hana verður keppa einstaklingar og lið í greininni sem var frestað í gær. 

Sýnt er beint frá leikunum á YouTube.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir