Kallað eftir að TikTok skerist í leikinn

Andrew Tate birti þessa mynd af sér á Instagram þar …
Andrew Tate birti þessa mynd af sér á Instagram þar sem hann er með 4,5 milljónir fylgjenda. Ljósmynd/ Andrew Tate

Und­ir­skriftal­ist­ar, fjöl­miðlaum­fjall­an­ir og her­ferðir hafa skotið upp koll­in­um þar sem mark­miðið er að fá Andrew Tate út­hýst af sam­fé­lags­miðlum, einkum TikT­ok þar sem hann á sér í dag um 3,5 millj­óna fylgj­enda­hóp. Að stærst­um hluta eru fylgj­end­ur hans ung­ir karl­menn, en á TikT­ok geta börn átt aðgang frá 13 ára aldri.

Áhyggj­ur hafa verið viðraðar vegna þeirra skaðlegu áhrifa sem mynd­bönd Andrews Tate kunna að hafa á hug­ar­heim fylgj­enda hans og þannig á sam­fé­lagið. Þá þykir áhyggju­efni út af fyr­ir sig að mynd­bönd hans nái eins mik­illi dreif­ingu og raun ber vitni.

Emory Andrew Tate III er fædd­ur árið 1986 í Banda­ríkj­un­um en ólst upp í Lut­on í Englandi. Hann varð heims­meist­ari í bar­daga­grein­inni „kick-box“ og kom svo fram í þátt­un­um „Big Brot­her.“

Hann var rek­inn úr þátt­un­um eft­ir að það birt­ist mynd­band af hon­um að berja konu með belti. Seinna full­yrtu hann og kon­an í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu að bar­smíðarn­ar hefðu verið með samþykki kon­unn­ar og því ekki um of­beldi að ræða.

All­ar göt­ur síðan hef­ur Tate viðrað um­deild­ar skoðanir sín­ar á sam­fé­lags­miðlum. Árið 2017 var aðgangi hans á Twitter lokað fyr­ir til­stilli fyr­ir­tæk­is­ins vegna ít­rekaðrar hat­urs­fullr­ar orðræðu hans, sem beind­ist einkum gegn kon­um og sam­kyn­hneigðum. Lét hann meðal ann­ars þau orð falla að kon­ur ættu að axla ábyrgð á því kyn­ferðisof­beldi sem þær verði fyr­ir.

127 þúsund nem­end­ur

Á skömm­um tíma hef­ur Tate tek­ist að byggja upp gríðar­stór­an hóp fylgj­enda. Í dag er nafn hans slegið inn í leit­ar­vél oft­ar en nafn raun­veru­leikaþátta­stjörn­unn­ar Kim Kar­dashi­an eða Don­alds Trump, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna.

Sam­hliða TikT­ok aðgang­in­um held­ur Tate úti nám­skeiði á net­inu ásamt bróður sín­um, sem ber yf­ir­skrift­ina „Hark­ara­há­skól­inn.“ Þar miðla þeir einna helst fjár­hags­leg­um ráðum til áskrif­enda sinna, sem telja í dag um 127 þúsund ein­stak­linga.

Sam­fé­lags­miðill­inn TikT­ok bygg­ist einna helst á al­grími og fá not­end­ur því upp mynd­bönd án þess að velja þau sér­stak­lega. Þess í stað vel­ur al­grímið þau fyr­ir hönd not­enda út frá not­enda­hegðun þeirra. Nokkr­ir reikn­ing­ar deila efni frá Tate á TikT­ok og þannig líður sjald­an á löngu þar til ber­skjaldaðir not­end­ur fá fyrstu mynd­bönd­in inn á sína TikT­ok veitu. Mörg mynd­bönd­in eru nokkuð sak­laus.

Til að mynda boðar Tate að karl­menn eigi ekki að eiga ketti, held­ur hunda og eigi ekki að drekka vatn, held­ur sóda­vatn. Aft­ur á móti birt­ir Tate einnig mynd­bönd sem ýmis hags­muna­sam­tök hafa bent á að séu veru­lega skaðleg.

Eitruð karl­mennska

TikT­ok hef­ur í gildi regl­ur sem banna dreif­ingu á hat­ursáróðri og kven­fyr­ir­litn­ingu. Eru mörg mynd­bönd Tates tal­in brjóta al­var­lega gegn þess­um regl­um og því hef­ur verið kallað eft­ir því að aðgangi hans verði lokað á þeim grund­velli. TikT­ok hef­ur svarað þessu ákalli á þann veg að miðill­inn sé að vinna í því að finna og fjar­lægja efni sem brjóti gegn skil­mál­um fyr­ir­tæk­is­ins.

Mynd­bönd Tates eru gjarn­an stutt og skor­in­orð, þar sem hann boðar „al­vöru karl­mennsku“ en í er­lend­um fjöl­miðlum hef­ur hann verið skil­greind­ur sem hold­gerv­ing­ur eitraðrar karl­mennsku og of­beld­is­menn­ing­ar. Hann hef­ur til að mynda talað um það að þung­lyndi sé ekki al­vöru­sjúk­dóm­ur og kon­ur séu eign karl­manna. Þær séu best geymd­ar inni á heim­il­inu og þeim sé ekki treyst­andi fyr­ir akstri bif­reiða. Þá hafa mynd­bönd, þar sem hann tal­ar op­in­skátt um of­beldi sem hann hef­ur beitt kon­ur, vakið tals­verða at­hygli.

Þeir sem krefjast aðgerða af hendi TikT­ok, telja ábyrgð hvíla á fyr­ir­tæk­inu, að vernda unga not­end­ur sína og koma í veg fyr­ir að þeir séu ber­skjaldaðir fyr­ir skila­boðum sem hvetji til óæski­legr­ar hegðunar eða viðhorfa. Það verði til þess að slík hegðun eða viðhorf verði viðtek­in.

Andrew Tate er í dag bú­sett­ur í Rúm­en­íu, en þegar hann flutti þangað var haft eft­ir hon­um að veiga­mik­il ástæða flutn­ing­anna væri að auðveld­ara væri að kom­ast upp með nauðgun í Aust­ur-Evr­ópu, og hon­um líkaði frelsið.

Af­drifa­rík­ar íhlut­an­ir

Íhlut­un rík­is í hegðun borg­ara er ei­líft þrætu­epli. Hér reyn­ir aft­ur á móti á íhlut­un einka­fyr­ir­tæk­is. TikT­ok er kín­versk­ur miðill, Andrew Tate er bú­sett­ur í Rúm­en­íu, en það efni sem hann læt­ur frá sér kann að hafa áhrif á hegðun og hug­ar­heim ís­lenskra tán­inga.

Twitter er sá miðill sem hef­ur tekið einna af­drifa­rík­ustu ákv­arðan­irn­ar þegar kem­ur að því að út­hýsa not­end­um, sem þeir telja óæski­lega, af miðlum sín­um. Dæmi um það var þegar Twitter út­hýsti Don­ald Trump þann 8. janú­ar árið 2021, þar sem fyr­ir­tækið komst að þeirri niður­stöðu að tíst hans hefðu ít­rekað brotið í bága við skil­mála miðils­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það er í mörg horn að líta og þér finnst stundum þú ekki komast yfir allt saman. Ekki hafa áhyggjur, einstakur persónuleiki þinn mun fá að skína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það er í mörg horn að líta og þér finnst stundum þú ekki komast yfir allt saman. Ekki hafa áhyggjur, einstakur persónuleiki þinn mun fá að skína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir