Berdreymi og Volaða land í forvali

Stilla úr kvikmyndinni Volaða land.
Stilla úr kvikmyndinni Volaða land. Ljósmynd/Aðsend

Kvikmyndirnar Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson og Volaða land eftir Hlyn Pálmason eru á meðal kvikmynda í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár en þau verða veitt í Reykjavík í desember.

Berdreymi var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín í febrúar og hlaut þar Europa Cinemas Label verðlaunin sem besta evrópska myndin í Panorama flokki. Hefur hún unnið til fjölda annarra verðlauna.


Volaða land var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og hlaut mikið gagnrýnenda. Hún verður frumsýnd hér á landi í vetur.


Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru afhent annað hvert ár við hátíðlega athöfn í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu. Í þetta sinn fer hátíðin fram í Reykjavík, 10. desember. Upphaflega stóð til að hún færi fram hér á landi árið 2020 en hátíðinni var frestað vegna heimsfaraldursins.

Úr kvikmyndinni Berdreymi.
Úr kvikmyndinni Berdreymi.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fá sektarkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Vita skaltu að það eru tvær hliðar á öllum málum og báðar eiga rétt á sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fá sektarkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Vita skaltu að það eru tvær hliðar á öllum málum og báðar eiga rétt á sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton