TikTok sparkar Tate út

Andrew Tate þykir hafa borið út hættuleg skilaboð.
Andrew Tate þykir hafa borið út hættuleg skilaboð. Samsett mynd

TikT­ok hef­ur nú eytt aðgangi Andrew Tate, sem þekkt­ur er fyr­ir að breiða út kven­hat­ur og eitraðar hug­mynd­ir um karl­mennsku.

Þá hef­ur nám­skeið Tate, „Hark­ara­há­skól­inn“, verið lagt af en það sner­ist meðal ann­ars um að miðla fjár­hags­leg­um ráðum til áskrif­enda.

Twitter varð fyrst til þess sparka fyrr­um „kick­box­ar­an­um“ út, árið 2016, þegar hann tísti því að kon­ur ættu að bera ábyrgð á kyn­ferðis­legu of­beldi sem þær kynnu að verða fyr­ir. Face­book og In­sta­gram fylgdu í kjöl­farið á föstu­dag­inn.

Þurfti þrýst­ing til

Stjarna Tate hef­ur risið hratt á und­an­förn­um miss­er­um og er hann sér­stak­lega vin­sæll meðal ungra karl­manna.

Í kjöl­far vin­sæld­anna hafa þekkt­ir áhrifa­vald­ar lagt orð í belg, þar á meðal Daz Black, sem rek­ur Youtu­be-rás sem stát­ar af 8 millj­ón­um fylgj­enda og nýt­ur nokk­urra vin­sælda meðal ungra karl­manna. 

Daz fór yfir sögu Tate, ásak­an­ir um kyn­ferðisof­beldi og eitruð viðhorf. Dag­inn eft­ir birt­ingu mynd­bands­ins eyddi Meta aðgangi Tate á Face­book og In­sta­gram.  

Youtu­be-stjarn­an og rapp­ar­inn KSI tísti þá í vik­unni: „Guði sé lof að Tate hafi verið bannaður,“ og upp­skar mis­jöfn viðbrögð meðal sinna aðdá­enda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú hefur áhyggjur af fjárhagslegri framtíð þinni. Virðuleikinn sem þú ljærð atburðum dagsins myndi ekki fást fyrir peninga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú hefur áhyggjur af fjárhagslegri framtíð þinni. Virðuleikinn sem þú ljærð atburðum dagsins myndi ekki fást fyrir peninga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Jón­ína Leós­dótt­ir