Hildur aftur orðuð við Óskarsverðlaun

Hildur Guðnadóttir þykir líkleg til að verða enn á ný …
Hildur Guðnadóttir þykir líkleg til að verða enn á ný tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. AFP

Hildur Guðnadóttir tónskáld þykir líkleg til að verða tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gær. Leikkonan Kate Blanchett fer með aðalhlutverk og stóðu áhorfendur í sex mínútur og klöppuðu að frumsýningu lokinni í gær. 

Todd Field leikstýrir Tár sem fjallar um þýskt tónskáld, Lydiu Tár. 

Skyldi Hildur verða tilnefnd fyrir tónlistina yrði það ekki í fyrsta sinn, en hún vann Óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jóker árið 2020. Auk þess vann hún til fjölda annarra verðlauna fyrir myndina sama ár og einnig fyrir þættina Chernobyl, sem hún hreppti Emmy-verðlaun fyrir.

Önnur kvikmynd sem Hildur samdi tónlistina fyrir, Women Talking, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Telluride um helgina. Þykir tónlistin í þeirri mynd ekki síðri og er einnig talin geta hreppt Óskarstilnefningu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að taka smá tíma frá til að gera við hluti heima fyrir. Auðvitað er það ekki sérstaklega gaman, en einhver verður að taka það að sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
2
Jill Mansell
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Colleen Hoover
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að taka smá tíma frá til að gera við hluti heima fyrir. Auðvitað er það ekki sérstaklega gaman, en einhver verður að taka það að sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
2
Jill Mansell
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Colleen Hoover