Hildur hlýtur heiðursverðlaun í Toronto

Hildur Guðnadóttir hefur verið víða verið heiðruð fyrir tónlistina og …
Hildur Guðnadóttir hefur verið víða verið heiðruð fyrir tónlistina og fékk Óskarsverðlaunin árið 2020. AFP

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmynda á TIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, sem hófst í vikunni og stendur til 18. september.

Að því er fram kemur í vefritinu Klapptré eru verðlaunin, sem kölluð eru „TIFF Variety Artisan Award“, veitt listafólki sem borið hefur af með framúrskarandi framlagi til kvikmynda- og afþreyingarlistar. Meðal fyrri verðlaunahafa eru Ari Wegner, Terence Blanchard og Roger Deakins.

Hildur hefur hlotið fjölda verðlauna, ekki síst fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl og kvikmyndinni Joker, en fyrir hana hreppti hún Óskarsverðlaunin árið 2019. Hún hefur einnig hlotið Golden Globe-, BAFTA- og Grammy-verðlaun.

Hildur samdi nýverið tónlist við tvær bandarískar kvikmyndir. Önnur, Tár eftir Todd Field, var á dögunum frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, en hinni, Women Talking, leikstýrði Sarah Polley.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka