Óvinur Kardashian-fjölskyldunnar situr fyrir Kanye West

Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi besta vinkona Kylie Jenner, Jordyn Woods, situr nú fyrir Yeezy sólgleraugu Kanye West. Woods er ekki vinsæl meðal Kardashian-fjölskyldumeðlima, en Tristan Thompson, barnsfaðir Khloé Kardashian, er sagður hafa haldið framhjá Khloé með Woods árið 2019. 

Woods virðist þrífast á stöðugu drama við Kardashian-fjölskylduna, en í kjölfar framhjáhaldsins varð dramatíkin svo mikil að Kylie Jenner þurfti að slíta sambandi sínu við Woods, en þær höfðu verið bestu vinkonur í sjö ár. 

Jordyn Woods ásamt Kylie Jenner og dóttur hennar Stormi þegar …
Jordyn Woods ásamt Kylie Jenner og dóttur hennar Stormi þegar allt lék í lyndi. Skjáskot/Instagram

Mynd Woods hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Instagram og eru aðdáendur Kardashian-fjölskyldunnar afar ósáttir við Woods. Kim Kardashian og Kanye West hafa nýlega gengið í gegnum stormasaman skilnað, en þar að auki réðst West nýlega á Kardashian-fjölskylduna á Instagram þar sem hann lét ófögur orð falla.

View this post on Instagram

A post shared by HEIR JORDYN (@jordynwoods)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir