Baldwin náði samkomulagi við fjölskyldu Hutchins

Alec Baldwin náði samkomulagi við fjölskyldu hinnar látnu.
Alec Baldwin náði samkomulagi við fjölskyldu hinnar látnu. AFP

Banda­ríski leik­ar­inn Alec Baldw­in hef­ur náð sam­komu­lagi við fjöl­skyldu töku­manns­ins Halynu Hutchins. Hutchins lést þegar voðaskot hljóp úr skamm­byssu í hendi Baldw­ins við tök­ur á kvik­mynd­inni Rust fyr­ir ári síðan. 

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um hvað sam­komu­lagið fel­ur í sér hafa ekki verið gerðar op­in­ber­ar en lög­menn Baldw­ins greindu frá sam­komu­lag­inu í dag. 

Fjöl­skyld­an höfðaði mál gegn Baldw­in, í Santa­Fe þar sem tök­urn­ar fóru fram, í fe­brú­ar á þessu ári. Höfðuðu þau einnig mál gegn fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu, fram­leiðend­um mynd­ar­inn­ar og ein­staka mann­eskj­um í tök­uliðinu, vegna brots á regl­um um skot­vopn á kvik­mynda­tökustað.

Halyna Hutchins varð fyrir skotinu og lést í október á …
Halyna Hutchins varð fyr­ir skot­inu og lést í októ­ber á síðasta ári. AFP

Hræðilegt slys

Matt­hew Hutchins, eft­ir­lif­andi eig­inmaður Halynu, verður gerður að fram­leiðslu­stjóra mynd­ar­inn­ar og fær hluta hagnaðar­ins að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni. Hann sendi einnig frá sér til­kynn­ingu og sagðist ekki hafa áhuga á að taka þátt í ann­arri máls­höfðun gegn Baldw­in eða öðrum sem koma að mynd­inni. 

Hann sagðist enn frem­ur telja að and­lát eig­in­konu hans hafi verið hræðilegt slys. Hann seg­ir að fram­leiðsla kvik­mynd­ar­inn­ar muni hefjast aft­ur í janú­ar á næsta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Eyddu ekki óþarfa orku í að hugsa um það sem miður fór. Taktu þau samt ekki of alvarlega, því viðkomandi vill efalaust taka þau aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Eyddu ekki óþarfa orku í að hugsa um það sem miður fór. Taktu þau samt ekki of alvarlega, því viðkomandi vill efalaust taka þau aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir