„Ég biðst afsökunar á öllu sem hefur sært þig“

AFP

Lynne Spe­ars, móðir söng­kon­unn­ar Brit­ney Spe­ars, baðst op­in­ber­lega af­sök­un­ar á öll­um sárs­auk­an­um sem dótt­ir henn­ar mátti þola í þau 13 ár sem hún var svipt sjálfræði. Hún biður dótt­ur sína að hafa sam­band við sig, en Brit­ney virðist hafa lokað al­farið á móður sína.

Sam­kvæmt heim­ild­ar­manni Page Six hef­ur Lynne end­ur­tekið reynt að ná sam­bandi við dótt­ur sína í gegn­um síma án ár­ang­urs og því hef­ur hún nú gripið til sam­fé­lags­miðla í þeirri von um að ná til dótt­ur sinn­ar. 

Leit­ar til sam­fé­lags­miðla

Brit­ney birti færslu á dög­un­um þar sem hún sagði fjöl­skyldumeðlimi sína trúa því að þeir hafi alls ekki gert neitt rangt tengt sjálfræði henn­ar. 

„Ég á ekki fjöl­skyldu sem kann að meta mig eða ber virðingu fyr­ir mér,“ skrifaði Birt­ney. 

Lynne skrifaði um­mæli við færsl­una og biður dótt­ur sína af­sök­un­ar á sárs­auk­an­um sem sjálfræðis­svipt­ing­in hafi valdið henni. „Mér þykir það svo leitt. Ég hef verið miður mín í mörg ár. Ég elska þig svo mikið og sakna þín,“ skrifaði Lynne.

Móðir Britney skrifaði ummæli við færslu hennar á Instagram.
Móðir Brit­ney skrifaði um­mæli við færslu henn­ar á In­sta­gram. Skjá­skot/​In­sta­gram

Aðgerðarleysið sár­ast

Þó móðir Brit­ney hafi ekki gegnt form­legu hlut­verki í sjálfræðis­svipt­ingu henn­ar seg­ir heim­ild­armaður­inn að Brit­ney sé þó sár­ari út í móður sína vegna aðgerðarleys­is­ins þar sem þær hafi alla tíð verið nán­ar. 

Aft­ur á móti hafi sam­band Brit­ney við föður sinn verið erfitt í mörg ár áður en hún var svipt sjálfræði. 

Heim­ild­armaður­inn bend­ir einnig á að þrátt fyr­ir fal­leg orð Lynne til dótt­ur sinn­ar sé hún enn að biðja um yfir 600 þúsund Banda­ríkja­dali í lög­fræðikostnað frá dótt­ur sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Vertu viðbúinn stórfréttum og sperrtu eyrun við. Brynjaðu þig fyrir umhverfinu og skoðaðu vandlega hvað er þér fyrir bestu í stöðunni eins og hún er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
2
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Vertu viðbúinn stórfréttum og sperrtu eyrun við. Brynjaðu þig fyrir umhverfinu og skoðaðu vandlega hvað er þér fyrir bestu í stöðunni eins og hún er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
2
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir