Réttarhöld yfir Spacey hefjast í dag

Réttarhöld í máli Anthony Rapp gegn Kevin Spacey hefjast í …
Réttarhöld í máli Anthony Rapp gegn Kevin Spacey hefjast í dag. AFP

Rétt­ar­höld í máli leik­ar­ans Ant­hony Rapp gegn leik­ar­an­um Kevin Spacey hefjast í New York í Banda­ríkj­un­um í dag. Rapp hef­ur sakað Spacey um að hafa brotið á hon­um þegar hann var 14 ára gam­all, eða fyr­ir 36 árum síðan.

Spacey hef­ur verið fjarri sviðsljós­inu und­an­far­in ár, en hann var einn af þeim fyrstu í Hollywood til að vera sakaður um kyn­ferðis­brot þegar Me Too-bylt­ing­in hófst í októ­ber árið 2017. 

Rapp höfðaði málið í sept­em­ber 2020 og sagði Spacey hafa brotið á sér í par­tíi á Man­hatt­an árið 1986. Rapp verður 51 árs seinna í októ­ber, en hann fer nú með hlut­verk í þátt­un­um Star Trek: Disco­very. 

Heims­fræg­ur

Spacey hef­ur notið mik­ill­ar vel­gengni und­an­far­in ár og meðal ann­ars hlotið tvenn Óskar­sverðlaun. Hann fór með hlut­verk í kvik­mynd­um The Usual Su­spects og American Beauty og var aðalleik­ari þátt­anna Hou­se of Cards á Net­flix þegar fyrstu ásak­an­irn­ar gegn hon­um voru gerðar op­in­ber­ar. 

Anthony Rapp.
Ant­hony Rapp. AFP

Rapp höfðaði fyrst saka­mál gegn hon­um en dóm­ari vísaði því frá vegna þess hve langt var liðið frá meintu broti. Hann höfðaði seinna einka­mál gegn hon­um og hefjast rétt­ar­höld­in í mál­inu í dag klukk­an 13.30 að ís­lensku tíma. Kviðdóm­ur mun dæma í mál­inu en dóm­ar­inn Lew­is Kapl­an mun stýra rétt­ar­höld­un­um. 

Lögmaður Spacey sagði í til­kynn­ingu að hann muni mæta í dómssal­inn í dag og í gegn­um rétt­ar­höld­in. 

Rapp sak­ar Spacey um að hafa káfað á rass sín­um, lyft hon­um upp á rúm og lagst ofan á hann full­klædd­ur. Hann sagði að Spacey hefði hvorki kysst hann, klædd hann úr föt­un­um, sett hend­ur sín­ar und­ir föt hans, og ekki sagt neitt kyn­ferðis­legt við hann. 

Fleiri ásak­an­ir

Þetta eru ekki einu ásak­an­irn­ar um kyn­ferðis­legt of­beldi sem komið hafa fram á hend­ur Spacey. Þrír karl­menn í Bretlandi hafa sakað hann um að hafa brotið á sér á ár­un­um 2005 til 2013, þegar hann var leik­stjóri þar. Málið er enn opið í Bretlandi, en Spacey neitaði öll­um ásök­un­um í júlí á þessu ári. 

Spacey var ákærður fyr­ir lík­ams­árás og kyn­ferðis­legt of­beldi gegn sex­tán ára barþjóni í Massachusetts í Banda­ríkj­un­um í júlí 2016. Ákær­urn­ar voru látn­ar niður falla í júlí 2019. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert með óþarflega miklar áhyggjur af fjárhagnum en hann er ekki eins slæmur og þú heldur. Flestir finna fyrir slíkum tilfinningum annað veifið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert með óþarflega miklar áhyggjur af fjárhagnum en hann er ekki eins slæmur og þú heldur. Flestir finna fyrir slíkum tilfinningum annað veifið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir