Vel heppnuð tilraunastarfsemi

Kenýski tónlistarmaðurinn KMRU kom fram á Húrra á föstudag en …
Kenýski tónlistarmaðurinn KMRU kom fram á Húrra á föstudag en hann er rísandi stjarna í tilraunakenndri raftónlist þar sem vettvangsupptökum og spuna er blandað saman. Ljósmynd/Ómar Sverrisson

Extreme Chill hátíðin fór fram í þrettánda skipti í miðborginni um helgina. Tónleikar og viðburðir fóru fram á fjölmörgum stöðum þar sem innlendir og erlendir tónlistarmenn komu fram. Hátíðin er í örum vexti og hefur með hverju árinu stækkað að umfangi og metnaði. Hér má sjá ljósmyndir Ómars Sverrissonar af hátíðinni.

Austurríkismaðurinn Fennesz hefur um áratugaskeið verið eitt helsta nafnið í …
Austurríkismaðurinn Fennesz hefur um áratugaskeið verið eitt helsta nafnið í ambient-geiranum og hefur áður komið til landsins. Hann hélt vel heppnaða tónleika á Húrra á laugardagskvöldið. Ljósmynd/Ómar Sverrisson
Þær eru ófáar snúrurnar sem þarf að tengja og takkarnir …
Þær eru ófáar snúrurnar sem þarf að tengja og takkarnir sem þarf að snúa eru margir á hátíð á borð við Extreme Chill sem var haldin í þrettánda sinn um helgina. Hér sjást Stereo Hypnosis framkalla sinn seið í Fríkirkjunni á sunnudag ásamt Erraldo Berrnochi og Christopher Chaplin. En sá síðarnefndi er yngsti sonur Hollywood-stjörnunar ódauðlegu. Ljósmynd/Ómar Sverrisson
Pan Thorarensen sem er íklæddur húfu á myndinni hefur verið …
Pan Thorarensen sem er íklæddur húfu á myndinni hefur verið prímusmótorinn á bak við hátíðina frá upphafi. Hér sést hann á sviði í Fríkirkjunni með félögum sínum í Stereo Hypnosis. Ljósmynd/Ómar Sverrisson
Sóley Stefánsdóttir hélt kyngimagnaða tónleika í Tjarnarbíói á fimmtudagskvöld.
Sóley Stefánsdóttir hélt kyngimagnaða tónleika í Tjarnarbíói á fimmtudagskvöld. Ljósmynd/Ómar Sverrisson
Japanski raftónlistarmaðurinn Meitei hefur vakið athygli um allan heim fyrir …
Japanski raftónlistarmaðurinn Meitei hefur vakið athygli um allan heim fyrir tónlist sína sem þykir endurspegla japanska menningu með nýstárlegum hætti. Hér sést hann á sviði á Húrra. Ljósmynd/Ómar Sverrisson
Áhorfendur á lokatónleikum hátíðarinnar í Fríkirkjunni á sunnudagskvöld.
Áhorfendur á lokatónleikum hátíðarinnar í Fríkirkjunni á sunnudagskvöld. Ljósmynd/Ómar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir