Andleg veikindi ekki afsökun

Ari Emanuel forstjóri Endeavor segir andleg veikindi Kanye West ekki …
Ari Emanuel forstjóri Endeavor segir andleg veikindi Kanye West ekki vera gilda afsökun. AFP

Ari Emanuel, forstjóri fjölmiðlafyrirtækisins Endeavor, segir andleg veikindi fjöllistamannsins Kanye West ekki vera góða afsökun fyrir andgyðinglegum og rasískum ummælum hans. 

„Ummæli hans hafa verið afsökuð í gegnum árin vegna þess að hann er andlega veikur, hann er greindur með geðhvörf og var lagður inn á spítala árið 2016,“ skrifaði forstjórinn í skoðanagrein í Financial Times í gær. 

„Andleg Veikindi er ekki afsökun fyrir rasisma, hatri og gyðingaandúð. Milljónir manna eru veikir á geði og hafa ekki uppi slíkar hatursfullar skoðanir. Sumir segja þetta bara vera orð, en hatursfull orðræða getur alltof snögglega leitt af sér hatursfulla hegðun,“ skrifaði Emanuel. 

Emanuel er sjálfur gyðingur og kallaði eftir því að öll fyrirtæki sem vinni með West láti af viðskiptum við hann. Þá vísaði hann í tíst listamannsins, sem var bannaður frá Twitter eftir að hafa birt þar andgyðingleg tíst.

„Þau fyrirtæki sem halda áfram að vinna með West gefa skoðunum hans vægi. Það á ekki að vera neitt umburðarlyndi neinstaðar fyrir gyðingaandúð Wests. Þetta er augnablik í sögunni þar sem áhættan er mikil og að tala um gildi okkar, og fylgja þeim eftir, er nauðsynlegt. Þögn og aðgerðaleysi er ekki í boði,“ skrifaði Emanuel.

Hann bætti við að tónlist West ætti að hverfa af streymisveitum Spotify og Apple. Hann sagði að samfélagsmiðilinni Parler ætti ekki að heimila kaup West á miðilnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir