Penélope Cruz á leið til Íslands

Penélope Cruz er á leið til Íslands í tengslum við …
Penélope Cruz er á leið til Íslands í tengslum við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin.

Evr­ópska kvik­mynda­aka­demí­an til­kynnti í gær hverj­ir eru til­nefnd­ir í aðal­flokk­um Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­anna en þau verða hald­in hér á landi í Hörpu, 10. des­em­ber næst­kom­andi. Hátíðin er hald­in annað hvert ár í Berlín en þess á milli í öðrum evr­ópsk­um borg­um.

Leik­kon­an Pené­lope Cruz mun mæta á hátíðina í Hörpu en hún er til­nefnd sem besta leik­kon­an fyr­ir Parallel Mot­h­ers. Breski leik­ar­inn Kenn­eth Branagh, sem er til­nefnd­ur fyr­ir besta hand­ritið fyr­ir BELFAST, og sænski leik­stjór­inn Ru­ben Östlund sem er til­nefnd­ur fyr­ir bestu evr­ópsku kvik­mynd­ina, besta leik­stjór­ann og besta hand­ritið fyr­ir kvik­mynd­ina Triangle of Sa­dness.

Leik­ar­inn Elliott Cros­set Hove til­nefnd­ur sem besti evr­ópski leik­ar­inn fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni GOD­LAND eft­ir ís­lenska leik­stjór­ann Hlyn Pálma­son.

Þetta er í 35. skipti sem kvik­mynda­verðlaun­in eru hald­in og að því til­efni var ákveðið í fyrsta sinn að kynna til­nefn­ing­ar með mynd­bandi. Fram­leiðslan var unn­in í sam­starfi Evr­ópsku kvik­mynda­aka­demí­unn­ar og Íslands­stofu. Íslenski leik­stjór­inn Arn­ar Helgi Atlondres var feng­inn til að leik­stýra mynd­band­inu þar sem Ísland spil­ar stórt hlut­verk ásamt tónlist eft­ir tón­skáldið Atla Örvars­son. Fólk úr ís­lenska kvik­myndaiðnaðinum var fengið til að kynna til­nefn­ing­arn­ar, má þar nefna Baltas­ar Kor­mák, Hall­dóru Geir­h­arðsdótt­ur og Bene­dikt Erl­ings­son. 

Nóv­em­ber er til­einkaður evr­ópskri kvik­mynda­gerð en all­ar kvik­mynd­irn­ar sem eru til­nefnd­ar sem besta kvik­mynd til Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­anna verða sýnd­ar í Bíó Para­dís. Einnig verða sér­stak­ar spurt og svarað sýn­ing­ar með heiður­sverðlauna­höf­um, ásamt fjölda sér­viðburða í Bíó Para­dís. Sýn­ing­arn­ar munu fara fram aðdrag­anda verðlaun­anna. 

Til­nefn­ing­ar eru eft­ir­far­andi:

Besta evr­ópska kvik­mynd­in:

ALCARRÀS, leik­stjóri Carla Simón, fram­leidd af María Zamora, Stef­an Schmitz, Tono Folgu­era og Gi­ovanni Pomp­ili. (Spánn/Í​tal­ía)

CLOSE, leik­stjóri Lukas Dhont, fram­leidd af Michiel Dhont, Dirk Im­pens, Michel Saint-Jean, Laurette Schill­ings, Arnold Hes­len­feld, Frans van Gestel og Jacqu­es-Henri Bronckart (Belg­ía/​Frakka­land/​Hol­land)

COR­SA­GE, leik­stjóri Marie Kr­eutzer, fram­leidd af Al­ex­and­er Glehr, Johanna Scherz, Bern­ard Michaux, Jon­as Dorn­bach, Jan­ine Jac­kowski, Mar­en Ade & Jean-Christophe Reymond  (Aust­ur­ríki/ Lux­emburg/ Þýska­land/​Frakk­land)

HOLY SPI­DER, leik­stjóri Ali Abbasi, fram­leidd af Sol Bon­dy & Jacob Ja­rek (Dan­mörk/Þ​ýska­land/ Svíþjóð/ Frakk­land)

TRIANGLE OF SA­DNESS, leik­stjóri Ru­ben Östlund, fram­leidd af Erik Hem­m­endorff & Phil­ippe Bo­ber (Svíþjóð/ Þýska­land/ Frakk­land/ Bret­land)

Besta evr­ópska heim­ilda­mynd­in:

A HOU­SE MADE OF SPLIN­TERS, leik­stjóri Simon Lereng Wilmont (Dan­mörk/ Svíþjóð/ Finn­land/ Úkraína)

GIRL GANG, leik­stjóri Sus­anne Reg­ina Meures (Sviss)

MARIUPOL­IS 2, leik­stjóri Mantas Kved­ara­vičius (Lit­há­en/ Frakk­land/ Þýska­land)

THE BALCONY MOVIE, leik­stjóri Paweł Łoziński (Pól­land)

THE MARCH ON ROME, leik­stjóri Mark Cous­ins (Ítal­ía)

Besti evr­ópski leik­stjór­inn:

Lukas Dhont fyr­ir CLOSE

Marie Kr­eutzer fyr­ir COR­SA­GE

Jerzy Skolimowski fyr­ir EO

Ali Abbasi fyr­ir HOLY SPI­DER

Alice Diop fyr­ir SAINT OMER

Ru­ben Östlund fyr­ir TRIANGLE OF SA­DNESS

Besta evr­ópska leik­kon­an:

Vicky Krieps fyr­ir COR­SA­GE

Zar Amir Ebra­himi fyr­ir HOLY SPI­DER

Léa Seydoux fyr­ir ONE FINE MORN­ING

Penélope Cruz fyr­ir PARALLEL MOT­H­ERS

Meltem Kapt­an fyr­ir RABIYE KURNAZ VS. GEOR­GE W. BUSH

Besti evr­ópski leik­ar­inn:

Paul Mescal fyr­ir AF­TERSUN

Eden Dambrine fyr­ir CLOSE

Elliott Cros­set Hove fyr­ir GOD­LAND

Pierfrancesco Favino fyr­ir NOSTAL­GIA

Zl­at­ko Burić fyr­ir TRIANGLE OF SA­DNESS

Besta evr­ópska hand­ritið:

Carla Simón og Arnau Vil­aró fyr­ir ALCARRÀS

Kenn­eth Branagh fyr­ir BELFAST

Lukas Dhont og Ang­elo Tijs­sens fyr­ir CLOSE

Ali Abbasi og Af­shin Kamr­an Bahrami fyr­ir HOLY SPI­DER

Ru­ben Östlund fyr­ir TRIANGLE OF SA­DNESS

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Gættu þín í umgengni við aðra einkum þá sem þú hefur ekki ástæðu til að telja á þínu bandi. Láttu engan þvinga þig til samkomulags heldur láttu í þér heyra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Gættu þín í umgengni við aðra einkum þá sem þú hefur ekki ástæðu til að telja á þínu bandi. Láttu engan þvinga þig til samkomulags heldur láttu í þér heyra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir