Kvikmyndaskólinn 30 ára: Skafmiði

Stuttmyndin Skafmiði fjallar um mann sem tekur lán fyrir bíl og þarf nú að greiða lánið án tafar. Myndin er útskriftarmynd Fannars Sveinssonar sem útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands árið 2010. 

Fannar varð síðar þekktur sem sjónvarpsmaður og stýrði og lék í Hraðfréttum sem hófu göngu sína hér á mbl.is. Síðar færðust þeir yfir á Rúv og hófu göngu sína aftur núna í tilefni af tíu ára afmæli þáttanna. 

Fannar Sveinsson.
Fannar Sveinsson.

Síðar varð hann einn höfunda handrits á hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Venjulegu fólki og Sápunni sem hann einnig leikstýrði.

Fjöldi leikara kemur fram í stuttmynd Fannars, m.a. Gunnar Hansson, Magnús Ragnarsson, Ellert A. Ingimundarson, Guðbjörg Thoroddsen, Ólafur S.K. Þorvaldz, Páldís Björg Guðnadóttir, Valdimar Sveinsson og Kjartan Darri Kristjánsson.

Í til­efni af 30 ára af­mæli Kvik­mynda­skóla Íslands mun mbl.is birta vald­ar stutt­mynd­ir sem fyrr­ver­andi nem­end­ur við skól­ann hafa gert.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka