Kvikmyndaskólinn 30 ára: Hvítir karlar

Vivian Ólafsdóttir útskrifaðist árið 2017 af leiklistarbraut Kvikmyndaskóla Íslands. Hún leikur aðalhlutverkið í nýrri bíómynd Óskars Þórs Axelssonar, Napóleonsskjölin, sem frumsýnd verður á næsta ári.

Myndin er gerð eftir samnefndri bók Arnaldar Indriðasonar. Hún hefur leikið í fjölda stutt- og bíómynda sem og í sjónvarpsþáttum, þar á meðal Svörtu söndum, Vitjunum og Ófærð. Hún var í haust tilnefnd til Edduverðlaunanna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Leynilögga.

Stuttmyndin Hvítir karlar fjalla um fimm konur og einn ungan dreng sem eru öll með ólíkan bakgrunn. Saman lenda þau í kröppum dansi þegar hópur karlmanna ræna þeim. Ástæða mannránanna er einföld, karlmennirnir ætla að uppfylla sínar dekkstu þrár. En maðkur er í mysunni, karlarnir eru miklir Bakkabræður og fórnarlömbin eru ekki tilbúin að gefast upp svo auðveldlega. Hvítir karlar er farsakenndur þriller, fullur af blóði, nekt og kolsvörtum húmor.

Í til­efni af 30 ára af­mæli Kvik­mynda­skóla Íslands mun mbl.is birta vald­ar stutt­mynd­ir sem fyrr­ver­andi nem­end­ur við skól­ann hafa gert.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka