Salka Sól prjónaði lopapeysu á Selenskí

Salka Sól, Þórdís Kolbrún, Sjöfn og Eygló.
Salka Sól, Þórdís Kolbrún, Sjöfn og Eygló. Ljósmynd/Facebook

Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld prjónaði peysu á Volodimír Selenskí for­seta Úkraínu með hjálp vinkvenna sinna. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra fór með peysuna til Úkraínu. 

Salka Sól sagði frá verkefninu á samfélagsmiðlum sínum í dag. „Fékk mögulega undarlegasta símtal sem ég hef fengið frá aðstoðarmanni ráðherra síðustu helgi. Ég var beðin um að prjóna íslenska lopapeysu fyrir forseta Úkraínu sem honum yrði færð sem gjöf frá utanríkisráðherra. Það er ekki hægt að segja nei við svona bón og við Sjöfn bættum um betur og prjónuðum tvær lopapeysur á fimm dögum með góðri aðstoð frá Eygló,“ skrifaði Salka Sól á Facebook og hélt áfram:

„Zelensky fékk svo peysurnar í gær en því miður náðist ekki að taka mynd af honum en vonandi sjáum við hann bregða fyrir í íslenskri lopapeysu en mest vonum við auðvitað að þessu stríði fari að ljúka.“

Sjöfn Kristjánsdóttir sem Salka minnist á í færslunnni er ann­ar tveggja eig­enda Stroff – Pe­tit Knitt­in. Þær Salka og Sjöfn hafa þróað saman prjónauppskriftir. 

Tónlistarkonan birti myndskeið og myndir af samfélagsmiðlum sínum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Beittu færni þinni til þess að skipuleggja þig. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Beittu færni þinni til þess að skipuleggja þig. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes