Salka Sól prjónaði lopapeysu á Selenskí

Salka Sól, Þórdís Kolbrún, Sjöfn og Eygló.
Salka Sól, Þórdís Kolbrún, Sjöfn og Eygló. Ljósmynd/Facebook

Tón­list­ar­kon­an Salka Sól Ey­feld prjónaði peysu á Volodimír Selenskí for­seta Úkraínu með hjálp vin­kvenna sinna. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra fór með peys­una til Úkraínu. 

Salka Sól sagði frá verk­efn­inu á sam­fé­lags­miðlum sín­um í dag. „Fékk mögu­lega und­ar­leg­asta sím­tal sem ég hef fengið frá aðstoðar­manni ráðherra síðustu helgi. Ég var beðin um að prjóna ís­lenska lopa­peysu fyr­ir for­seta Úkraínu sem hon­um yrði færð sem gjöf frá ut­an­rík­is­ráðherra. Það er ekki hægt að segja nei við svona bón og við Sjöfn bætt­um um bet­ur og prjónuðum tvær lopa­peys­ur á fimm dög­um með góðri aðstoð frá Eygló,“ skrifaði Salka Sól á Face­book og hélt áfram:

„Zelen­sky fékk svo peys­urn­ar í gær en því miður náðist ekki að taka mynd af hon­um en von­andi sjá­um við hann bregða fyr­ir í ís­lenskri lopa­peysu en mest von­um við auðvitað að þessu stríði fari að ljúka.“

Sjöfn Kristjáns­dótt­ir sem Salka minn­ist á í færsl­unnni er ann­ar tveggja eig­enda Stroff – Pe­tit Knitt­in. Þær Salka og Sjöfn hafa þróað sam­an prjóna­upp­skrift­ir. 

Tón­list­ar­kon­an birti mynd­skeið og mynd­ir af sam­fé­lags­miðlum sín­um sín­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Eyddu ekki óþarfa orku í að hugsa um það sem miður fór. Taktu þau samt ekki of alvarlega, því viðkomandi vill efalaust taka þau aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Eyddu ekki óþarfa orku í að hugsa um það sem miður fór. Taktu þau samt ekki of alvarlega, því viðkomandi vill efalaust taka þau aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir