Fjarlægja Kanye-flúr án endurgjalds

Fólk getur látið fjarlægja Kanye-húðflúrin sín án endurgjalds.
Fólk getur látið fjarlægja Kanye-húðflúrin sín án endurgjalds. Skjáskot/Instagram

Stofa sem sérhæfir sig í að fjarlægja húðflúr í London á Bretlandi býður fólk með húðflúr sem tengjast fjöllistamanninum Kanye West að láta fjarlægja húðflúr sín án endurgjalds. Hatursfull ummæli Wests í garð gyðinga voru kveikjan að hugmyndinni, en stofan NAAMA byrjaði að auglýsa fría tíma um miðjan nóvember. 

Í samtali við fréttastofu CNN sagði framkvæmdastjórinn, Briony Garbett, að nú þegar hefðu þrír byrjað í ferlinu að láta fjarlægja húðflúr sín sem tengdust West og tíu aðrir bókað tíma. „Það virðast vera nokkrir fyrrverandi aðdáendur hans sem sjá eftir húðflúrum sínum,“ sagði hann enn fremur. 

Stofan auglýsti gjaldfrjálsu tímana áður en West tók að lofsama Adolf Hitler á Twitter, en hann var settur í bann á miðlinum í kjölfarið. 

View this post on Instagram

A post shared by NAAMA (@naamastudios)

„Þegar þú færð innblástur að húðflúri frá einhverjum sem þú hefur miklar mætur á, og svo er farið að slá upp fyrirsögnum í fjölmiðlum um þessa manneskju af röngum ástæðum, þá er það ekki endilega eitthvað sem fólk vill hafa á líkama sínum,“ sagði Garbett og bætti við að þau vildu hjálpa fólki sem skammast sín fyrir Kanye-húðflúrin sín.

Ein af þeim sem lætur nú fjarlægja húðflúr sitt hjá NAAMA hefur orðið fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum fyrir Kanye-húðflúr sitt.

Það getur kostað allt að 350 þúsund krónur að láta fjarlægja húðflúr, en það fer eftir stærð flúrsins hversu mikið það kostar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir