Hugleikur og Ilmur verða kynnar

Hugleikur Dagsson og Ilmur Kristjánsdóttir verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum.
Hugleikur Dagsson og Ilmur Kristjánsdóttir verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fara fram hér á landi í Hörpu næstkomandi laugardag. Mikill heiður fylgir því að fá að halda hátíðina en annað hvert ár er hún haldin í Berlín en þess á milli í öðrum evrópskum borgum. Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum en Unnsteinn Manúel Stefánsson er listrænn stjórnandi. 

Margir þekktir leikstjórar og leikarar munu sækja landið heim en einnig má búast við um 700 erlendum gestum og um 100 erlendum blaðamönnum. Kvikmyndin Triangle of Sadness hefur slegið í gegn hér á landi en sænski leikstjórinn Ruben Östlund er tilnefndur fyrir bestu evrópsku kvikmyndina, besta leikstjórann og besta handritið fyrir kvikmyndina. Með honum í för verða leikararnir Vicki Berlin, Sunnyi Melles og Zlatko Burić sem tilnefndur er sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni. 

Einnig má nefna frönsku leikkonuna Léa Seydoux sem er þekkt fyrir leik sinn í James Bond kvikmyndinni, No Time to Die, og kvikmynd Quentin Tarantino, Inglourious Basterds. Hún er nú tilnefnd sem besta evrópska leikkonan fyrir hlutverk sitt í myndinni One Fine Morning.  

Sænska fantasíumyndin Mæri var sýnd hér á landi fyrir nokkrum árum og vakti mikla athygli. Leikstjóri hennar, Ali Abbassi er tilnefnur fyrir bestu evrópsku kvikmyndina, besta leikstjórann og besta handritið fyrir nýjustu kvikmynd sína Holy Spider. Myndin fjallar um rannsóknarblaðakonu sem fléttast inn í vef raðmorðingja í heilögu borginni Mashhad í Íran, þar sem vændiskonur eru fórnarlömb hrottafenginna árása. 

Ilmur mun klæðast forláta kjól úr línu Steinunnar Sigurðardóttur frá árinu 2008. Kjólinn er safngripur sem hefur verið sýndur á söfnum víðs vegar um heiminn. Ásamt kjólnum mun Ilmur klæðast slá úr efni sem Guðrún Vigfúsdóttir óf á sjöunda áratugnum en hún rak vefstofu á Ísafirði. Efnið er íslensk ull og sláin hönnuð í sameiningu af barnabarni Guðrúnar, Guðrúnu Sturludóttur og Steinunni Sigurðardóttir.  

Meðal annarra kynna má nefna danska leikarann Nikolaj Coster-Waldau sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones og í kvikmyndinni Oblivion. 

Sinfóníuhljómsveit Íslands, INNI music og GusGus munu sjá um tónlistina á hátíðinni. 

Evrópska kvikmyndaakademían leitast við að styðja og tengja saman 4.400 meðlimi sína ásamt því að kynna verk þeirra. Markmiðið er að miðla þekkingu og fræða áhorfendur á öllum aldri um evrópska kvikmyndagerð. Verðlaunin eru þau þekktustu og virtustu í evrópskri kvikmyndagerð og verða í beinni útsendingu í 24 löndum á laugardagskvöldið. 

Hugleikur Dagsson, Unnsteinn Manúel og Ilmur Kristjánsdóttir.
Hugleikur Dagsson, Unnsteinn Manúel og Ilmur Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir