Hugleikur og Ilmur verða kynnar

Hugleikur Dagsson og Ilmur Kristjánsdóttir verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum.
Hugleikur Dagsson og Ilmur Kristjánsdóttir verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­in fara fram hér á landi í Hörpu næst­kom­andi laug­ar­dag. Mik­ill heiður fylg­ir því að fá að halda hátíðina en annað hvert ár er hún hald­in í Berlín en þess á milli í öðrum evr­ópsk­um borg­um. Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir og Hug­leik­ur Dags­son verða kynn­ar á Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­un­um en Unn­steinn Manú­el Stef­áns­son er list­rænn stjórn­andi. 

Marg­ir þekkt­ir leik­stjór­ar og leik­ar­ar munu sækja landið heim en einnig má bú­ast við um 700 er­lend­um gest­um og um 100 er­lend­um blaðamönn­um. Kvik­mynd­in Triangle of Sa­dness hef­ur slegið í gegn hér á landi en sænski leik­stjór­inn Ru­ben Östlund er til­nefnd­ur fyr­ir bestu evr­ópsku kvik­mynd­ina, besta leik­stjór­ann og besta hand­ritið fyr­ir kvik­mynd­ina. Með hon­um í för verða leik­ar­arn­ir Vicki Berl­in, Sunnyi Mell­es og Zl­at­ko Burić sem til­nefnd­ur er sem besti evr­ópski leik­ar­inn fyr­ir hlut­verk sitt í mynd­inni. 

Einnig má nefna frönsku leik­kon­una Léa Seydoux sem er þekkt fyr­ir leik sinn í James Bond kvik­mynd­inni, No Time to Die, og kvik­mynd Qu­ent­in Tar­ant­ino, Inglouri­ous Basterds. Hún er nú til­nefnd sem besta evr­ópska leik­kon­an fyr­ir hlut­verk sitt í mynd­inni One Fine Morn­ing.  

Sænska fant­asíu­mynd­in Mæri var sýnd hér á landi fyr­ir nokkr­um árum og vakti mikla at­hygli. Leik­stjóri henn­ar, Ali Abbassi er til­nefn­ur fyr­ir bestu evr­ópsku kvik­mynd­ina, besta leik­stjór­ann og besta hand­ritið fyr­ir nýj­ustu kvik­mynd sína Holy Spi­der. Mynd­in fjall­ar um rann­sókn­ar­blaðakonu sem flétt­ast inn í vef raðmorðingja í heil­ögu borg­inni Mashhad í Íran, þar sem vænd­is­kon­ur eru fórn­ar­lömb hrotta­feng­inna árása. 

Ilm­ur mun klæðast for­láta kjól úr línu Stein­unn­ar Sig­urðardótt­ur frá ár­inu 2008. Kjól­inn er safn­grip­ur sem hef­ur verið sýnd­ur á söfn­um víðs veg­ar um heim­inn. Ásamt kjóln­um mun Ilm­ur klæðast slá úr efni sem Guðrún Vig­fús­dótt­ir óf á sjö­unda ára­tugn­um en hún rak vef­stofu á Ísaf­irði. Efnið er ís­lensk ull og slá­in hönnuð í sam­ein­ingu af barna­barni Guðrún­ar, Guðrúnu Sturlu­dótt­ur og Stein­unni Sig­urðardótt­ir.  

Meðal annarra kynna má nefna danska leik­ar­ann Ni­kolaj Coster-Waldau sem er einna þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn í sjón­varpsþátt­un­um Game of Thrones og í kvik­mynd­inni Obli­vi­on. 

Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands, INNI music og GusGus munu sjá um tón­list­ina á hátíðinni. 

Evr­ópska kvik­mynda­aka­demí­an leit­ast við að styðja og tengja sam­an 4.400 meðlimi sína ásamt því að kynna verk þeirra. Mark­miðið er að miðla þekk­ingu og fræða áhorf­end­ur á öll­um aldri um evr­ópska kvik­mynda­gerð. Verðlaun­in eru þau þekkt­ustu og virt­ustu í evr­ópskri kvik­mynda­gerð og verða í beinni út­send­ingu í 24 lönd­um á laug­ar­dags­kvöldið. 

Hugleikur Dagsson, Unnsteinn Manúel og Ilmur Kristjánsdóttir.
Hug­leik­ur Dags­son, Unn­steinn Manú­el og Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir. Ljós­mynd/​Sig­ur­jón Ragn­ar
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú finnur fyrir aukinni þörf til að vera skapandi. Einhver ágreiningur gæti komið upp varðandi heimilisþrifin en vinátta ykkar skiptir meira máli en deiluefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú finnur fyrir aukinni þörf til að vera skapandi. Einhver ágreiningur gæti komið upp varðandi heimilisþrifin en vinátta ykkar skiptir meira máli en deiluefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir