Þríhyrningur sigurstranglegur

Unnsteinn Manúel Stefánsson er listrænn stjórnandi verðlaunaútsendingarinnar. Hér má sjá …
Unnsteinn Manúel Stefánsson er listrænn stjórnandi verðlaunaútsendingarinnar. Hér má sjá hann í Eldborg í Hörpu í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ása Bald­urs­dótt­ir, dag­skrár­stjóri í Bíó Para­dís, spá­ir kvik­mynd Ru­bens Östlund, Triangle of Sa­dness, góðu gengi á Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­un­um (EFA) sem verða af­hent í Hörpu annað kvöld. Verðlaun­in verða sýnd í beinni út­send­ingu á RÚV og hefst út­send­ing kl. 19.15. 

Penelope Cruz er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár sem …
Penelope Cruz er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­anna í ár sem besta leik­kona. AFP

Ása ræðir við Helga Snæ Sig­urðsson í hlaðvarpsþætt­in­um Bíó um verðlaun­in og hvaða kvik­mynd­ir og lista­fólk sé lík­legt til af­reka annað kvöld. Ljóst er að sam­keppn­in er hörð í mörg­um flokk­um, t.d. flokki bestu leik­konu þar sem Penelope Cruz er meðal til­nefndra. 

Ása er spurð að því hvort hún telji að ein kvik­mynd muni standa uppi sem sig­ur­veg­ari verðlaun­anna og nefn­ir hún þá aft­ur Triangle of Sa­dness, Sorg­arþrí­hyrn­ing­inn. „Ég held að það sé líka bara að enduróma kannski svo­lítið henn­ar sig­ur­göngu en svo gæti ég haft rangt fyr­ir mér,“ seg­ir Ása. Evr­ópska kvik­mynda­aka­demí­an velji kannski eitt­hvað allt annað, t.d. kvik­mynd Ali Abbasi, Holy Spi­der.

Ása Baldursdóttir
Ása Bald­urs­dótt­ir Ljós­mynd/​Nanna Dís

Þátt­inn má finna hér fyr­ir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það skilar engu að gára bara yfirborðið. Hvar sem þú ert færðu og skilur skilaboðin, bæði þau augljósu og þau duldu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það skilar engu að gára bara yfirborðið. Hvar sem þú ert færðu og skilur skilaboðin, bæði þau augljósu og þau duldu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf