Þríhyrningur sigurstranglegur

Unnsteinn Manúel Stefánsson er listrænn stjórnandi verðlaunaútsendingarinnar. Hér má sjá …
Unnsteinn Manúel Stefánsson er listrænn stjórnandi verðlaunaútsendingarinnar. Hér má sjá hann í Eldborg í Hörpu í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri í Bíó Paradís, spáir kvikmynd Rubens Östlund, Triangle of Sadness, góðu gengi á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum (EFA) sem verða afhent í Hörpu annað kvöld. Verðlaunin verða sýnd í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending kl. 19.15. 

Penelope Cruz er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár sem …
Penelope Cruz er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár sem besta leikkona. AFP

Ása ræðir við Helga Snæ Sigurðsson í hlaðvarpsþættinum Bíó um verðlaunin og hvaða kvikmyndir og listafólk sé líklegt til afreka annað kvöld. Ljóst er að samkeppnin er hörð í mörgum flokkum, t.d. flokki bestu leikkonu þar sem Penelope Cruz er meðal tilnefndra. 

Ása er spurð að því hvort hún telji að ein kvikmynd muni standa uppi sem sigurvegari verðlaunanna og nefnir hún þá aftur Triangle of Sadness, Sorgarþríhyrninginn. „Ég held að það sé líka bara að enduróma kannski svolítið hennar sigurgöngu en svo gæti ég haft rangt fyrir mér,“ segir Ása. Evrópska kvikmyndaakademían velji kannski eitthvað allt annað, t.d. kvikmynd Ali Abbasi, Holy Spider.

Ása Baldursdóttir
Ása Baldursdóttir Ljósmynd/Nanna Dís

Þáttinn má finna hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup