Heldur sigurför Hildar áfram?

Hildur Guðnadóttir gæti farið heim með Golden Globe-verðlaun í nótt.
Hildur Guðnadóttir gæti farið heim með Golden Globe-verðlaun í nótt. Samsett mynd

Hild­ur Guðna­dótt­ir kvik­myndatón­skáld gæti bætt öðrum Gold­en Globe-verðlaun­um í safn sitt í nótt þegar verðlaun­in verða af­hend í Los Ang­eles. Hild­ur er til­nefnd fyr­ir tónlist sína í kvik­mynd­inni Women Talk­ing. 

Fyr­ir upp­runa­lega tónlist í kvik­mynd eru einng til­nefnd­ir Cart­er Burwell fyr­ir The Bans­hee of In­is­her­in, Al­ex­andre Desplat fyr­ir Guillermo Del Toro's Pin­occhio, Just­in Hurwitz fyr­ir Ba­bylon og John Williams fyr­ir The Fabelsm­ans. Hild­ur er því eina kon­an sem til­nefnd er í þess­um flokki í ár.

Hild­ur hlaut verðlaun­in árið 2020 fyr­ir tónlist sína í kvik­mynd­inni Jóker. Hlaut hún síðast BAFTA-verðlaun og Óskar­sverðlaun fyr­ir tón­list­ina í þeirri mynd. Sama ár hlaut Hild­ur einnig Emmy-verðlaun og Grammy-verðlaun fyr­ir tónlist sína í þátt­un­um Cherno­byl. 

Gold­en Globe-verðlauna­hátíðin er sú fyrsta á verðlauna­hátíðavertíðinni í Hollywood og þykir setja tón­inn fyr­ir kom­andi hátíðir en framund­an eru Grammy-verðlauna­hátíðin, Critics Choice-verðlauna­hátíðini, Bafta-verðlauna­hátíðin, Screen Actors Guild-verðlauna­hátíðin og síðast en ekki síst Óskar­sverðlauna­hátíðin. Hild­ur er nú þegar kom­in á stutt­lista Óskar­saka­demí­unn­ar fyr­ir til­nefn­ing­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú kannt að laðast að einhverjum sem er ólíkur þér hvað varðar bakgrunn og fyrri reynslu. Nú er lag að koma hugmyndum þínum og tillögum að.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú kannt að laðast að einhverjum sem er ólíkur þér hvað varðar bakgrunn og fyrri reynslu. Nú er lag að koma hugmyndum þínum og tillögum að.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver