Víðtækar húsleitir í fasteignum Andrew Tate

Andrew Tate og Tristan Tate á leið til dómara að …
Andrew Tate og Tristan Tate á leið til dómara að áfrýja dómi um gæsluvarðhald fyrr í vikunni. AFP

Rúm­enska lög­regl­an hef­ur gert hús­leit í sjö fast­eign­um í eigu spark­box­ar­ans og sam­fé­lags­miðla­stjörn­unn­ar Andrew Tate. Hús­leit­irn­ar voru gerðar í tengsl­um við rann­sókn á tengsl­um Tate við man­sals­hrings. 

Tate og bróðir hans Trist­an Tate voru hand­tekn­ir í Rúm­en­íu hinn 29. des­em­ber og dæmd­ir í 30 daga gæslu­v­arðhald dag­inn eft­ir. Þeir neita öll­um ásök­un­um að sögn lög­manns þeirra og áfrýjuðu dómi um gæslu­v­arðhald en höfðu ekki er­indi sem erfiði. 

Hús­leit var gerð í sjö eign­um í grennd við höfuðborg­ina Búkarest en þar er deild sem rann­sókn­ar skipu­lagða glæp­a­starf­semi fer með rann­sókn­ina. Auk þeirra bræðra voru tveir karl­menn af rúm­ensk­um upp­runa hand­tekn­ir. 

Lög­regla gerði hús­leit í villu í eigu Tate í apríl á síðasta ári og seinna í des­em­ber var einni gerð hús­leit í fimm eign­um hans í land­inu und­ir lok des­em­ber. 

Eru þeir bræður tald­ir eiga hlut í máli í víðtæk­um man­sals­hring sem lög­regla tel­ur að hafi starfað síðan 2019. Ákæru­valdið tel­ur þá hafa mis­notað kyn­ferðis­lega nokk­ur fórn­ar­lömb, þar af nokk­ur und­ir lögaldri. Eru Tate-bræður sagðir hafa beitt blekk­ing­um til þess að ná valdi yfir fórn­ar­lömb­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Láttu afbrýðisemina ekki ná tökum á þér því hún getur haft alvarlegar afleiðingar. Reyndu að halda hlutleysi þínu og sýna málsaðilum hvar þeir verða að ná samkomulagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Vi­veca Sten
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Láttu afbrýðisemina ekki ná tökum á þér því hún getur haft alvarlegar afleiðingar. Reyndu að halda hlutleysi þínu og sýna málsaðilum hvar þeir verða að ná samkomulagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Vi­veca Sten