Höfundur Rick and Morty kærður fyrir heimilisofbeldi

Justin Roiland er sakaður um að hafa beitt fyrrverandi kærustu …
Justin Roiland er sakaður um að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína heimilisofbeldi. Samsett mynd

Justin Roiland, meðhöfundur þáttanna Rick and Morty, hefur verið sakaður um að beita fyrrverandi kærustu sína heimilisofbeldi. Málið var þingfest í Orange-sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum í vikunni. Kæruna lagði fyrrverandi kærasta hans fram árið 2020.

Ásakanirnar höfðu ekki komið fram í fjölmiðlum fyrr en í gær. Roiland neitar ásökunum fyrrverandi kærustu sinnar. 

Ef hann verður sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sjö ár í fangelsi. Kæran var lögð fram í Orange-sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum í maí árið 2020. 

Er hann kærður fyrir heimilisofbeldi og að hafa beitt blekkingum og ofbeldi til þess að loka konuna inni.

Með nálgunarbann

Hið meinta atvik á að hafa gerst hinn 19. janúar 2020. Samkvæmt umfjöllun NBC News lagði hún fram kæruna undi dulnefni, Jane Doe, og sagðist hafa verið í sambandi með Roiland á þessum tíma. Meint atvik hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir hana. 

Roiland var handtekinn í ágúst 2020 og sleppt út gegn tryggingu. Hann neitaði sekt í málinu í október 2020. 

Konan fékk staðfest nálgunarbann gegn honum og þurfti hann að halda sig í meira en 100 feta fjarlægð frá henni og láta hana í friði. Þá var honum gert að skila inn öllum skotvopnum í eigu sinni og hefur lögregla skotvopn hans fram í október 2023.

Roiland mæti í persónu í dómssal þar sem málið var þingfest. Næst er það á dagskrá dómstóla 27. apríl næstkomandi. 

Rick and Morty eru vinsælir teiknimyndaþættir sem fóru fyrst í loftið árið 2013. Hafa þeir notið mikilla vinsælda á sjónvarpsstöðinni Cartoon Network. Sjötta sería þáttanna fór í loftið í september á síðasta ári. Fyrirhugaðir eru 70 þættir í viðbót. 

Warner Bro Discovery, sem á Cartoon Network, hefur ekki tjáð sig um málið opinberlega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir