Lagt hald á glæsibifreiðar og hús Andrews Tate

Andrew Tate og Tristan Tate mæta fyrir dómara í síðustu …
Andrew Tate og Tristan Tate mæta fyrir dómara í síðustu viku. AFP/Daniel Mihailescu

Rúm­enska lög­regl­an hef­ur lagt hald á eign­ir bar­daga­manns­ins Andrew Tate sem nú er til rann­sókn­ar, ásamt bróður sín­um Trist­an, en þeir eru grunaðir um að hafa tekið þátt í man­sali. 

Lög­regl­an mun hafa lagt hald á fjölda bif­reiða í Búkarest sem eru í eigu Andrews Tate og ný­upp­gert hús. 

Er­lend­ir fjöl­miðlar telja að yf­ir­völd séu að búa sig und­ir að geta komið til móts við skaðabóta­kröf­ur fórn­ar­lamba man­sals­ins, verði þeir bræður fundn­ir sek­ir.

Hluti bílaflotans sem lögreglan lagði hald á.
Hluti bíla­flot­ans sem lög­regl­an lagði hald á. AFP/​Daniel Mihai­lescu

 Bif­reiðarn­ar og íbúðar­húsið eru í glæsi­legri kant­in­um og því mik­il verðmæti þar á ferðinni. Lífs­stíll Andrews Tate varð meðal ann­ars til þess að lög­regla og skatta­yf­ir­völd fóru að beina spjót­um sín­um að hon­um til að byrja með. 

Andrew Tate er 36 ára gam­all og fædd­ur í Banda­ríkj­un­um. Ólust þeir bræður upp í Chicago en þegar for­eldr­arn­ir skildu flutti móðir þeirra með þá til Eng­lands. Síðar flutt­ist Andrew Tate til Rúm­en­íu. Keppti hann í kick­boxi og vann 75 viður­eign­ir af 85. Hann á að baki þrjár viður­eign­ir í MMA og vann tvær þeirra. 

Fjölmiðlar voru viðstaddir aðgerðir lögreglu í Búkarest.
Fjöl­miðlar voru viðstadd­ir aðgerðir lög­reglu í Búkarest. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Himintunglin gefa í skyn að traust sé af skornum skammti í dag. Að öllum líkindum gefur þú mikið af þér en færð ekkert í staðinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Himintunglin gefa í skyn að traust sé af skornum skammti í dag. Að öllum líkindum gefur þú mikið af þér en færð ekkert í staðinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Jón­ína Leós­dótt­ir