Spacey heiðraður á Ítalíu

Kevin Spacey var heiðraður fyrir ævistarf sitt í kvikmyndageiranum.
Kevin Spacey var heiðraður fyrir ævistarf sitt í kvikmyndageiranum. AFP

Bandaríski leikarinn Kevin Spacey var í vikunni heiðraður fyrir ævistarf sitt í kvikmyndum. Verðlaununum tók hann móti á Ítalíu en það var Kvikmyndasafnið í Tórínó sem veitti honum verðlaunin. 

Spacey þakkaði safninu fyrir að þora að veita sér verðlaunin. Nýlega var þingfest mál gegn leikaranum í Bretlandi, en hann er kærður í sjö liðum fyrir kynferðisbrot. 

Spacey kom fyrir dómara í gegnum fjarfundabúnað í lok síðustu viku í Lundúnum þar sem hann neitaði nýjustu ásökunum. Alls hafa fjórir karlmenn í Bretlandi sakað hann um kynferðisbrot.

Karlmenn í Bandaríkjunum hafa einnig lagt fram kærur gegn honum og sakað hann um kynferðisbrot.

Á ferli sínum hefur Spacey unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndunum American Beauty og The Usual Suspects. 

Kevin Spacey með Óskarsverðlaun sín fyrir American Beauty árið 2000.
Kevin Spacey með Óskarsverðlaun sín fyrir American Beauty árið 2000. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir vilja alla þína athygli og tíma ekki að deila henni. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu. Fjölmiðlar, fjarlæg lönd eða framhaldsnám eru ykkur einnig ofarlega í huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir vilja alla þína athygli og tíma ekki að deila henni. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu. Fjölmiðlar, fjarlæg lönd eða framhaldsnám eru ykkur einnig ofarlega í huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir