Segist hafa átt að kyssa Madonnu

Jennifer Lopez segist hafa átt að kyssa Madonnu á sviðinu …
Jennifer Lopez segist hafa átt að kyssa Madonnu á sviðinu á VMA-hátíðinni árið 2003. Samsett mynd

Fæstir hafa gleymt hinum eftirminnilega kossi poppdívanna Britney Spears og Madonnu á MTV-verðlaunahátíðinni árið 2003. Atvikið kom öllum að óvörum og setti allt á hliðina, en nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um atriðið fræga þar sem tónlistarkonan Jennifer Lopez segist upprunalega hafa átt að kyssa Madonnu á sviðinu. 

Í viðtali við E News segir Lopez frá því að hún hafi átt að vera partur af tónlistaratriðinu fræga. „Ég var að taka upp kvikmynd í Kanada og við hittumst – ég, Madonna og Spears, til að gera það heima hjá Madonnu,“ sagði Lopez.

Britney og Madonna á MTV-hátíðinni.
Britney og Madonna á MTV-hátíðinni. AP

Kossinn ekki í mynd

Hins vegar gat Lopez á endanum ekki farið af tökustað og því var tónlistarkonan Christina Aguilera fengin inn í atriðið í stað Lopez.

Aguilera greindi frá því í útvarpsviðtali að hún hefði einnig kysst Madonnu á sviðinu, en hafi ekki fengið mikla athygli þar sem myndavélinni var beint annað. Í viðtalinu segir Aguilera það hafa verið skrítið að koss hennar og Madonnu hafi ekki verið sýndur, en myndavélinni var beint að Justin Timberlake, fyrrverandi kærasta Spears, til þess að sýna viðbrögð hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup