Segir engan fót fyrir ásökunum lögreglu

Andrew og Tristan Tate segja engan fót fyrir ásökunum lögreglu …
Andrew og Tristan Tate segja engan fót fyrir ásökunum lögreglu í Rúmeníu. AFP/Daniel Mihailescu

„Það er ekk­ert til sem heit­ir rétt­læti í Rúm­en­íu,“ sagði áhrifa­vald­ur­inn og spark­box­ar­inn Andrew Tate þegar hann færður til yf­ir­heyrslu hjá lög­reglu í Búkarest í dag. BBC grein­ir frá.

Tate sagðir eng­an fót fyr­ir ásök­un­um lög­reglu en hann og bróðir hans Trist­an Tate sæta nú gæslu­v­arðhaldi. Er þeim gert að sök að hafa skipu­lagt og tekið þátt í man­sali og að hafa beitt kyn­ferðis­legu of­beldi.

Lög­regla hef­ur ekki enn gefið út ákæru í mál­inu en bræðurn­ir og tvær rúm­ensk­ar kon­ur voru hand­tek­in hinn 29. des­em­ber síðastliðinn. Hin 20. janú­ar var gæslu­v­arðhald yfir þeim fram­lengt til 27. fe­brú­ar.

Ákæru­valdið seg­ir bræðurna hafa skipu­lagt man­sals­hring. Þeir hafi beitt blekk­ing­um og lokkað til sín fórn­ar­lömb á þeim grund­velli að þeir vildu stofna til ástar­sam­bands. Seg­ir ákæru­valdið að þeir hafi lokkað fórn­ar­lömb sín í hús­næði í út­hverf­um Búkarest þar sem þau voru mis­notuð kyn­ferðis­lega og neydd til að búa til klám­fengið efni. Bræðurn­ir hafa neitað öll­um ásök­un­um.

Fyr­ir utan lög­reglu­stöð í Búkarest í dag spurðu fjöl­miðlamenn bræðurna hvort þeir hafi lagt hend­ur á kon­ur. „Auðvitað ekki. Þau vita að við gerðum ekk­ert rangt,“ sagði Tate.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þú ert með fulla skrifblokk af markmiðum. Nú er tímabært að endurskoða þau, henda út og bæta við nokkrum nýjum og spennandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þú ert með fulla skrifblokk af markmiðum. Nú er tímabært að endurskoða þau, henda út og bæta við nokkrum nýjum og spennandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir