Orðin EGOT-verðlaunahafi

Leikkonan Viola Davis tók á móti Grammy-verðlaunum í kvöld fyrir …
Leikkonan Viola Davis tók á móti Grammy-verðlaunum í kvöld fyrir hljóðbók sína Finding Me. AFP/Valerie Macon

Leikkonan Viola Davis varð í kvöld 18. manneskjan til að verða svokallaður EGOT-verðlaunahafi þegar hún hlaut Grammy-verðlaun fyrir hljóðbók sína Finding Me

EGOT-verðlaunahafar eru þau sem fengið hafa öll stóru verðlaunin í skemmtanabransanum Bandaríkjunum, það er, Emmy-, Grammy-, Tony- og Óskarsverðlaun. 

„Ég skrifaði þessa bók til að heiðra hina 6 ára gömlu Violu. Til að heiðra líf hennar, gleði hennar, áföll og allt,“ sagði Davis er hún tók á móti verðlaununum. 

Davis vann til Óskarsverðlauna árið 2016 í flokki leikkonu í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Fences

Emmy-verðlaunin vann hún fyrir þættina How To Get Away With Murder. Hún hefur unnið tvenn Tony-verðlaun fyrir hlutverk sín í leikritunum King Hedley II og Fences

Á meðal hinna 17 EGOT-verðlaunahafanna eru Sir John Gielgud, Rita Moreno, Andrew Lloyd Webber, John Legend og Jennifer Hudson. 

Grammy-verðlaunin verða afhent í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka