Alltaf gengið fram hjá Björk

Björk hefur 16. sinnum verið tilnefnd til Grammy-verðlauna en aldrei …
Björk hefur 16. sinnum verið tilnefnd til Grammy-verðlauna en aldrei fengið þau. REUTERS

Björk Guðmundsdóttir söngkona var tilnefnd til Grammy-verðlauna í ár. Var hún tilnefnd fyrir plötuna Fossora sem kom út á síðasta ári. Þetta var í sextánda sinn sem Björk er tilnefnd og í sextánda sinn sem hún hlýtur þau ekki. Aðdáendur Bjarkar eru síður en svo ánægðir og velta fyrir sér af hverju hún sé alltaf tilnefnd en fái aldrei verðlaunin.

Aðdáendur hennar létu í sér heyra á samfélagsmiðlum á sunnudagskvöld þegar verðlaunin voru afhent í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Aðeins þrír hafa oftar verið tilnefndir og ekki fengið verðlaunin. Það eru hljómsveitarstjórinn Zubin Mehta með 18 tilnefningar, Snoop Dogg með 17 tilnefningar og Chris Gehringer með 17 líka.

Björk var fyrst tilnefnd til Grammy-verðlauna árið 1994 fyrir tónlistarmyndbandið við lagið Human Behaviour. Plötur síðustu ára hafa svo alltaf ratað á tilnefningalistann fyrir Grammy-verðlaunin en Björk aldrei fengið þau.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka