Berger braut blað í sögu BAFTA

Þýski leikstjórinn Edward Berger braut blað í sögu BAFTA þegar …
Þýski leikstjórinn Edward Berger braut blað í sögu BAFTA þegar mynd hans, All Quiet on the Western Front, hlaut sjö verðlaun í kvöld. AFP

Fyrri heimstyrjaldar kvikmyndin Im Westen nicht Neues var sigurvegari kvöldsins á bresku kvikmyndaverðlaunahátíðinni, BAFTA, sem fram fór í Lundúnum í kvöld. Alls hlaut kvikmyndin sjö verðlaun.

Myndin, sem er þýsk, var tilnefnd til fjórtán verðlauna, en leikstjórinn Edward Berger hlaut verðlaunin í flokki leikstjóra. Braut myndin blað í sögu BAFTA, en engin mynd sem ekki er á ensku hefur hlotið jafn mörg verðlaun og Im Westen nicht Neues. 

Auk þess að hljóta verðlaun í flokki leikstjóra var handrit hennar einnig valið besta aðlagaða handritið og hún valin besta myndin ekki á ensku. 

Butler valinn bestur

The Banshees of Inisherin var valin besta breska myndin og hlutu leikararnir Kerry Condon og Barry Keoughan verðlaun í flokk leikkonu og leikara í aukahlutverki. 

Handritið að The Banshees of Inisherin var valið besta upprunalega handritið.

Leikarinn Austin Butler var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Elvis og Cate Blanchett hlaut verðlaunin fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Tár.

Heimildarmyndin Navalny var valin sú besta í sínum flokki.

Austin Butler hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Elvis.
Austin Butler hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Elvis. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka